106. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands
106. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn 19. febrúar 2008, kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi
Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Ragnhildur Hjartardóttir, Guðmundur Geir Gunnarsson, Viktor Pálsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Elsa Ingjaldsdóttir.
Gunnar Þorkelsson og Pétur Skarphéðinsson boðuðu forföll.
1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.
a) Starfsleyfi
Nr.
|
Nafn
|
Póstfang
|
Starfsleyfi
|
1
|
Tyrfingsson
|
800 Selfoss
|
Endurnýjun
|
2
|
Þjónustustöðin
|
800 Selfoss
|
Endurnýjun
|
3
|
Selós
|
800 Selfoss
|
Endurnýjun
|
4
|
Fagus hf
|
815 Þorlákshöfn
|
Endurnýjun
|
5
|
Hveragerðisbær v/ Gámavöllur
|
810 Hveragerði
|
Endurnýjun
|
6
|
Bensínorkan ehf v/Selfossi
|
800 Selfoss
|
Endurnýjun
|
7
|
Bílaverkstæði Jóhanns ehf.
|
810 Hveragerði
|
Endurnýjun
|
8
|
Olympus, heilsurækt
|
860 Hvolsvöllur
|
Endurnýjun
|
9
|
Hafið Bláa ehf.
|
815 Þorlákshöfn
|
Endurnýjun
|
10
|
Fótaaðgerðarstofa Sigurbjargar
|
800 Selfoss
|
Endurnýjun
|
11
|
Glaðningur ehf.- Ingólfskaffi, Ölfusi
|
801 Selfoss
|
Eigendaskipti
|
12
|
Þvottahús Grundar og Áss ehf.
|
810 Hveragerði
|
Ný starfsemi
|
13
|
Atlantsolía ehf Hveragerði
|
810 Hveragerði
|
Ný starfsemi
|
14
|
Garðyrkjustöðin Akur, Grænjaxlarnir ehf
|
801 Selfoss
|
Endurnýjun
|
Starfsleyfin samþykkt án athugasemda.
b) Flugklúbbur Selfoss.
Lögð fram auglýst starfsleyfiskilyrði fyrir Flugklúbb Selfoss. Athugasemdir bárust frá Lex lögmannsstofu, dags. 7. febrúar og samhljóða, bréf dags. 6. febrúar frá Páli Stefánssyni og Eddu B. Ólafsdóttur, Stuðlum, Helgu Jóhannesdóttur og Hannesi Stefánssyni, Vogi og Gunnari M. Friðþjófssyni, Skjálg. Farið yfir innsend erindi og urðu almennar umræður um málið.
Eftirfarandi bókað:
“Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að gefa út auglýst starfsleyfisskilyrði og felur framkvæmdastjóra að svara innsendum athugasemdum.”
2) Samþykktir og gjaldskrár.
a) Samþykkt um fráveitur og rotþrær í Bláskógabyggð.
Samþykkt án athugasemda.
b) Gjaldskrá fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa í Bláskógabyggð.
Samþykkt með fyrirvara um að nr. (eða dags.) samþykktar verði sett í gjaldskránna.
c) Breyting á gjaldskrá fyrir hundahald í Bláskógabyggð.
Samþykkt án athugasemda.
d) Gjaldskrá fyrir sorphirðu í Mýrdalshreppi.
Samþykkt með fyrirvara um að nr. (eða dags.) samþykktar verði sett í gjaldskránna.
3) Starfsemi og rekstur eftirlits.
a) Reglubundið eftirlit.
Lagt fram til upplýsinga listi yfir reglubundið eftirlit frá síðasta fundi.
b) Málaskrá.
Lögð fram til upplýsinga.