104. fundur Heilbrigðinefndar Suðurlands
104. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn
18. desember, kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi
Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Ragnhildur Hjartardóttir, Pétur Skarphéðinsson, Guðmundur Geir Gunnarsson, Viktor Pálsson og Elsa Ingjaldsdóttir.
Sigurður Ingi Jóhannsson og Gunnar Þorkelsson boðuðu forföll.
1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu
a) Starfsleyfi
Nr.
|
Nafn
|
Póstfang
|
Starfsleyfi
|
1
|
Skeiða- og Gnúpverjahr. v/Leikskólinn Leikholt
|
801 Selfoss
|
Br. á húsnæði
|
2
|
Svarti sauðurinn – Suðurhvoll ehf
|
815 Þorlákshöfn
|
Ný starfsemi
|
3
|
Loðdýrabúið Mön
|
800 Selfoss
|
Ný starfsemi
|
4
|
Loðdýrabúið Mön – Hraunbú
|
800 Selfoss
|
Ný starfsemi
|
5
|
Pylsuvagninn Selfossi
|
800 Selfoss
|
Endurnýjun
|
6
|
Kráin ehf
|
900 Vestm-eyjar
|
Ný starfsemi
|
7
|
Skálholtsstaður
|
800 Selfoss
|
Endurnýjun
|
8
|
Gróður ehf
|
845 Flúðir
|
Ný starfsemi
|
9
|
B.M.Vallá ehf- Límtré Flúðum
|
845 Flúðir
|
Eigendaskipti
|
10
|
B.M.Vallá ehf Reykholti
|
800 Selfoss
|
Eigendaskipti
|
11
|
Lyf og heilsa Selfossi – apotek og læknastofa
|
800 Selfoss
|
Endurnýjun
|
12
|
Osta- og mjólkurbúðin – Dalshvarf ehf
|
800 Selfoss
|
Eigendaskipti
|
13
|
Konungur dýranna – gæludýraverlsun/snyrtstofa
|
810 Hveragerði
|
Ný starfsemi
|
14
|
Nesey ehf
|
801 Selfoss
|
Ný starfsemi
|
15
|
RB íbúðagisting
|
900 Vestm-eyjar
|
Endurnýjun
|
16
|
Hestheimar
|
851 Hella
|
Eigendaskipti
|
17
|
Rjúpnavellir
|
851 Hella
|
Eigendaskipti
|
18
|
Gallerý Pizza ehf
|
860 Hvolsvöllur
|
Eigendaskipti
|
19
|
Ölfus v/leiksvæðis Eyjahrauni
|
815 Þorlákshöfn
|
Ný starfsemi
|
20
|
Ölfus v/ leiksvæðis Setbergi
|
815 Þorlákshöfn
|
Ný starfsemi
|
21
|
Ölfus v/ leiksvæðis Oddabraut
|
815 Þorlákshöfn
|
Ný starfsemi
|
22
|
Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps
|
850 Hella
|
Eigendaskipti
|
23
|
Rangá ehf.
|
850 Hella
|
Endurnýjun
|
24
|
Listasafn Árnesinga
|
810 Hveragerði
|
Ný starfsemi
|
25
|
Byggingarfélagið Árborg
|
800 Selfoss
|
Endurnýjun
|
26
|
Gámastöð Selfoss
|
800 Selfoss
|
Endurnýjun
|
27
|
Loðdýrabúið Ásgerði
|
845 Flúðir
|
Ný starfsemi
|
28
|
Rúna og Björgvin ehf. -loðdýrabú Torfastöðum
|
801 Selfoss
|
Ný starfsemi
|
29
|
Bjarni Stefánsson v/loðdýrabús Túni
|
801 Selfoss
|
Ný starfsemi
|
30
|
Atlantsolía Hveragerði
|
810 Hveragerði
|
Ný starfsemi
|
31
|
Sveitarfélagið Árborg v íþróttasvæðis
|
800 Selfoss
|
br.á starfsemi
|
Öll starfsleyfin samþykkt nema umsóknir nr. 27-30 einungis samþykktar með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa.
b) Tóbakssöluleyfi
Nr.
|
Nafn
|
Póstfang
|
Tóbakssöluleyfi
|
1
|
Kráin
|
900 Vestmannaeyjar
|
Nýtt leyfi
|
Lagt fram til upplýsinga
c) Flugklúbbur Selfoss.
Lögð fram afgreiðsla sveitarfélagsins Árborgar dags. 15. nóvember sl. vegna erindis HES um hávaðatakmarkanir fyrir Flugklúbb Selfoss. Þar kemur fram að Bæjarráð Árborgar samþykki tillögur HES um hávaðatakmarkanir vegna starfsemi flugvallarins.
Samþykkt að auglýsa starfleyfisskilyrðin sbr. reglur þar um. Ennfremur er framkvæmdastjóra falið að upplýsa sveitarfélagið um gang mála.
d) Leikskólinn Bergheimar – elsta stig.
Farið yfir málefni leiksskólans Bergheima, elsta stigs en tímabundið starfsleyfi rann út 2. desember sl. Ennfremur lagðar fram upplýsingar úr eftirliti
14. desember sl.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands felur framkvæmdstjóra að vinna að málinu í samræmi við lög og reglur þar að lútandi.
2) Gjaldskrár.
a) Breyting á gjaldskrá nr. 1190/2006 um sorphirðu í sveitarfélaginu Árborg. Samþykkt án athugasemda.
b) Gjaldskrá um hundahald í sveitarfélaginu Árborg.
Samþykkt án athugasemda.
3) Gangur eftirlits.
a) Reglubundið eftirlit.
Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir gangi reglubundins eftirlits og líklega stöðu þess um áramót.
b) Málaskrá.
Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir málaskrá HES.
4) Úrskurður úrskurðarnefndar um tóbaksreykingar.
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar um hollustuhætti og mengunarvarnir dags. 15. nóvember sl. er varðar bann við reykingum í húsnæði AA samtakanna í Vestmannaeyjum. Elsa Ingjaldsdóttir gerði frekari grein fyrir helstu atriðum hans.
5) Einstök mál.
a) Klórslys í sundlaug Hveragerðis og endurnýjun starfsleyfis.
Lagt fram bréf HES dags. 7. desember sl. ásamt minnispunktum HES um málið. Ennfremur lögð fram starfsleyfisumsókn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir sundlaugina.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands ítrekar athugasemdir til fyrirtækisins settar fram í bréfi embættisins dags 7. desember þar sem m.a. kemur fram að ekki er hægt að afgreiða starfsleyfi sundlaugar Laugaskarðs nema að frekari upplýsingar um fráveitumál liggi fyrir.
b) Olíuslys A-Landeyjum.
Lagðir fram til upplýsinga minnispunktar HES er varða mengunarslys á Austur- Landeyjavegi. Málinu telst lokið.
c) Kvörtun vegna slæmrar umgengi og svar HES.
Lagt fram afrit af bréfi Unnar Halldórsdóttur til Umhverfisráðherra dags. 20. nóvember sl. ásamt svarbréfi HES dags. 22. nóvember sl. – Til upplýsinga
d) Höllin, Vm.
Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytisins dags. 9. desember sl. þar sem óskað er eftir umsögn á erindi eiganda Hallarinnar, Vestmannaeyjum þar sem sótt er um undanþágu frá starfsleyfi til 1. mars 2008 sbr. afrit af bréfi dags. 30. nóvember sl. Einnig greindi formaður frá fundi með aðilum máls 21. nóvember sl. í Höllinni.
Eftirfarandi bókað:
,,Á fundi sem bæjarstjóri boðaði til og haldinn var í Höllinni þann 21. nóvember með Umhverfisráðuneyti, Sýslumanni, rekstaraðilum Hallarinnar, bæjarstjóra og framkvæmdastjóra og formanni HES var farið yfir málefni staðarins. Það er túlkun HES á niðurstöðu fundarins að ætlunin hafi verið hjá eigendum/rekstaraðilum að kalla til heilbrigðisfulltrúa vegna stillingar á hljóðvaka og lækkun á honum til að ná ásættanlegri mæliniðurstöðu í íbúðabyggð. Var það skilningur fundarmanna HES að slíkt skyldi gert fyrir hugsanlega hávaðaviðburði í Höllinni enda myndi HES mæla hávaða við slíka viðburði eftir stillingu, til að meta árangur. Meðfylgjandi beiðni eigenda Hallarinnar nú, felur ekki í sér að umrædd stilling/lækkun verði gerð fyrir þessi tvö böll heldur einungis gert ráð fyrir að HES mæli þegar böllin eru haldin.
Ekkert bendir því til þess að staða málsins sé öðruvísi nú en áður enda hafa ekki verið gerðar neinar úrbætur/aðgerðir til hugsanlegs lækkunar á hávaða frá húsnæðinu.
Með vísun í ofannefnt getur Heilbrigðisnefnd Suðurlands því ekki fallist á að umrædd undanþága verði veitt nema hljóðvaki verði stilltur í samræmi við ofangreint.”
e) Lýsi hf.
Lagður fram úrskurður Umhverfisráðuneytisins dags. 11. desember 2007 um útgáfu starfsleyfis til handa Lýsi hf. í Þorlákshöfn. Í úrskurðinum er staðfest ákvörðun Heilbrigðisnefndar Suðurlands um útgáfu starfsleyfis fyrir Lýsi hf. með tveimur breytingum, annars vegar um að krafa um uppsetningu þvottaturna til mengunarvarna skuli háð afgreiðslu skipulags- og byggingaryfirlvalda og hins vegar að starfsleyfið skuli útgefið til 18 mánaða.
Framkvæmdastjóra falið að laga starfsleyfiskilyrði fyrirtækisins í samræmi við ofangreindan úrskurð.
f) Prófasturinn, Vm.
Lagt fram bréf HES, dags. 12. desember vegna eftirlits HES með starfseminni. fram kom að fyrirtækinu hefur verið veitt áminning og munu starfsmenn HES fylgja málinu eftir.
6) Annað.
a) ESA úttekt.
Sigrún Guðmundsdóttir gerði grein fyrir ESA úttekt á HES varðandi eftirlit með neysluvatni sem fram fór 6. des. í Vestmannaeyjum. Niðurstöður úttektar hafa ekki borist.
b) Eftirlitsáætlun 2008.
Sigrún Guðmundsdóttir fór yfir eftirlitsáætlun 2008 í matvælaeftirliti.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.15.
Næsti fundur ákveðinn 22. janúar kl 13.00
Jón Ó. Vilhjálmsson
Ragnhildur Hjartardóttir
Pétur Skarphéðinsson
Guðmundur G. Gunnarsson
Viktor Pálsson
Elsa Ingjaldsdóttir