Undanþága veitt frá reglugerð um hávaða vegna jarðborunar í Hveragerðisbæ
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur veitt Veitum ohf. tímabundna undanþágu frá ákvæðum reglugerðar nr. 724/2008 um hávaða vegna jarðborunar í Hveragerðisbæ. Undanþágan heimilar að borun hitaveituholu fari fram allan sólarhringinn til loka janúar 2026 samkvæmt ákvörðun Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Sjá nánar hér.
