Um veggjalús (e. bed bugs)
Veggjalús (Cimex lectularius) hefur fylgt manninum lengi, en hér á landi hefur hún fundist í öllum landshlutum. Myndin hér til hliðar gefur hugmynd um stærð lúsarinnar í samanburði við hundrað krónu pening. Lúsin lifir eingöngu í upphituðu þurru húsnæði og nærist alfarið á blóði sem hún sýgur úr fórnarlömbum sínum sem oftar en ekki eru mannfólkið. Þegar hungur sverfur að skríða lýsnar fram úr fylgsnum sínum sem oftast eru í námunda við svefnstaði, í sprungum og glufum í tréverki, niður með rúmdýnum, í fellingum með saumum, undir gólflistum, í rafmagnsdósum, á bak við myndir og annað sem hangir á veggjum, laust veggfóður eða glufóttan panel; í stuttu máli hvarvetna þar sem felustaði er að finna.Veggjalús skynjar ekki fjarlægðir í leit að fórnarlambi en hún er sögð merkja varmaútgeislun frá um 10 cm fjarlægð. Hún getur gengið upp eftir veggjum en á erfitt með að feta sig út eftir loftum. Bækling um veggjalús er hægt að skoða hér