Svifryk í andrúmslofti
Eins og íbúar á Suðurlandi hafa ekki farið varhluta af, hefur verið óvenjumikið svifryk/aska í lofti að undanförnu. Þar ræður veðurfarið mestu.
Á síðunni hér til vinstri er tengill á svifryksmæla á Suðurlandi. Þeir eru staðsettir á Maríubakka í Skaftárhreppi og Raufarfelli, undir Eyjafjöllum.
Því miður virðast tenglar á mælistöðvarnar ekki virka en nálgast má gögnin á mælisíðu Vista á slóðinni http://gogn.vista.is/vdv.php?p=0&station_id=-1&page_id=-1&direct=0 og jafnframt á slóðinni sem birtist undir svifryksmælingum hér til hliðar.
Það er von okkar að með þessu móti geti fólk fylgst með magni svifryks í andrúmslofti, sérstaklega þeir sem viðkvæmir eru í öndunarfærum.
Á heimasíðu Umhverfisstofnunar http://ust.is/einstaklingar/loftgaedi/ er jafnframt að finna frekari fróðleik og mælingar um gæði andrúmslofts.