Lokafrestur umsókna fyrir brennur og flugeldasýningar um áramótin
Lokafrestur til að sækja um starfsleyfi fyrir ÁRAMÓTABRENNUR og FLUGELDASÝNINGAR um áramótin
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vill minna á að brennur sem eru stærri en 100m3 og allar flugeldasýningar eru starfsleyfisskyldar samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Samkvæmt reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit er Heilbrigðiseftirlitinu skylt að auglýsa opinberlega tillögu að starfsleyfi fyrir tímabundinn atvinnurekstur eins og brennur og flugeldasýningar í 4 vikur. Auk þess þar að reikna með tíma sem fer í afgreiðslu og útgáfu starfsleyfis.
Því er þeim tilmælum beint til þeirra sem hyggjast vera með áramótabrennur og flugeldasýningar um áramótin að sækja um starfsleyfi fyrir þeim eigi síðar en föstudaginn 26. nóvember 2021.
Sótt er um á þjónustugátt heilbrigðiseftirlitsins – hér
Vinsamlegast tiltakið á umsóknareyðublaði hversu stór fyrirhuguð brenna er og hver er ábyrgðaraðili brennu. Fyrir flugeldasýningar skal tiltaka ábyrgðarmann og skotstjóra flugeldasýningar.
Samkvæmt reglugerð nr. 325/2016 um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum er óheimilt er að brenna bálköst nema samkvæmt skriflegu leyfi sýslumanns, skv. 21. gr. þeirra reglugerðar.
Samkvæmt reglugerð nr. 414/2017 um skotelda þarf að sækja um leyfi til Lögreglustjóra fyrir skoteldasýningar.
Hægt er að draga umsóknirnar til baka hjá heilbrigðiseftirlitinu, hvenær sem er í umsóknarferlinu áður en leyfi er gefið út ef aðstæður í samfélaginu verða þannig vegna fjöldatakmarkana.