Loftgæðamælingar í Hveragerði
Undanfarið hafa mælst nokkuð há gildi á brennisteinsvetni í loftgæðamælistöðinni í Hveragerði.
Fjarskipti við mælinn voru ekki virk frá 23. desember fram til 21. janúar sl. Kom þá í ljós að mælingar þann 2. janúar sl. höfðu verið yfir tilkynningarmörkum skv. reglugerð nr. 514/2010.
Tekið skal fram að um óyfirfarnar mælingar er að ræða og er unnið að úrvinnslu þeirra. Jafnframt mun HES halda áfram að leita skýringa á hækkuð mæligildum brennisteinsvetnis í loftgæðamælistöðinni í Hveragerði.
Á heimasíðunni hér til hliðar má nálgast óyfirfarnar rauntímamælingar úr mælistöðvunum þremur, Hveragerði, Norðlingaholti og Hellisheiðarvirkjun.