Hópsýking á hálendi Suðurlands - lokaskýrsla
Í byrjun ágúst 2024 bárust tilkynningar til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands vegna iðrasýkinga hjá einstaklingum sem gist höfðu á Rjúpnavöllum. Strax var farið í eftirlitsferð á staðinn þar sem litið var eftir umgengni og hollustuháttum og vatnssýni tekin. Fljótlega varð ljóst að sýkingin var umfangsmeiri en fyrst var talið þar sem áfram bárust tilkynningar um veikindi frá fólki sem gist hafði á Rjúpnavöllum ásamt sögum af einstaklingum sem veikst höfðu á öðrum gististöðum á Rangárvöllum.
Enn er óljóst hvaðan sýkingin kom og ekki vitað hvort um einn eða fleiri upprunastað sé að ræða. Má ætla að um samverkandi þætti hafi verið að ræða. Hvort sem uppruni sýkingarinnar er frá vatnsbóli eða smituðum einstaklingi er ljóst að ástand innviða og mögulega slælegur handþvottur og hreinlæti ferðamanna geta hafa stuðlað að mikilli útbreiðslu smita.
Lokaskýrslu um nóróveiruhópsýkingar á hálendi Suðurlands er hægt að lesa hér. Skýrslan var upphaflega unnin af Heilbrigðiseftirliti Suðurlands en hefur einnig verið samþykkt sem lokaskýrsla stýrihóps um sóttvarnir.