Gagnlegar upplýsingar um húðflúr

Danska Umhverfisstofnunin (Miljöstyrelsen) hefur hrundið af stað herferð vegna húðflúrs og sett á laggirnar upplýsingasíðu sem kallast Think before you ink. Þar má finna gagnlegar upplýsingar um hvernig á að bera sig að fyrir og eftir húðflúr, áhættu sem fylgir húðflúri,
sársauka eftir líkamshluta og „mátun“ á húðflúri áður en húðflúrið er sett á líkamann.

Upplýsingavefinn er hægt að nálgast á eftirfarandi slóð:
http://thinkbeforeyouink.dk/index.html