Brennur stærri en 100 m3 eru skráningarskyldar

Þann 8. desember 2023 tók gildi breyting á reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Með breytingunni var brennum, stærri en 100 m3, bætt á listann yfir skráningarskyldan atvinnurekstur. Með þessari breytingu fellur fyrri auglýsingarskylda niður.

Jafnframt er minnt á að flugeldasýningar eru skráningarskyldar.

Starfsskilyrði fyrir brennur stærri en 100 m3 má finna hér: getfile.aspx (ust.is)

Hér er sótt um brennur stærri en 100 m3: https://island.is/leyfi-fyrir-staerri-brennu

Hér er sótt um flugeldasýningar:  https://island.is/flugeldasyningar

Athugið að einnig þarf að sækja um leyfi fyrir brennum hjá sýslumanni og fyrir flugeldasýningum hjá lögreglustjóra.

Skráning atvinnurekstrar tekur gildi þegar:

  • Skráning hefur farið fram
  • Skráningargjald hefur verið greitt
  • Rekstraraðili hefur fengið senda staðfestingu frá heilbrigðisnefnd

Frekari leiðbeiningar um hvaða reglur gilda um skráningarskyldan atvinnurekstur er að finna hér Leiðbeiningar og kynningarefni um skráningaskyldan atvinnurekstur . Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið hsl@hsl.is.