Aðalfundur HES 2011
Aðalfundur HES var haldinn 28. október sl., í Vík Í Mýrdal.
Samkvæmt samþykktum HES voru þar til afgreiðslu ársskýrsla og ársreikningur fyrir árið 2010 auk fjárhagsáætlunar og gjaldskrár fyrir árið 2012. Á fundinum flutti formaður skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóri fór yfir helstu mál ársins.
Framlögð mál fengu öll jákvæða afgreiðslu aðalfundar og enggar breytingar gerðar á þeim.
Aðalfundur HEs var haldin á Arsþingi SASS en á því eru jafnframt haldnir aðalfundir annarra stofnana að Austurvegi 56, eins og Skólaskrifstofu, Atvinnuþróunarfélagsins, Sorpstöðvar Suðurlands auk aðalfundar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
Hér á heimasíðunni má finna ársskýrslu og fundargerð aðalfundarins.