142. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands
1. júní 22012, kl. 13.00 að Austurvegi 65, Selfossi.
Mætt: Gunnar Þorkelsson formaður, Svanborg Egilsdóttir, Elínborg Ólafsdóttir, Elsa Ingjaldsdóttir og Valur Bogason gegnum fjarfundabúnað.
Unnsteinn Eggertsson, Páll Stefánsson, Guðmundur Geir Gunnarsson og Pétur Skarphéðinsson boðuðu forföll. Varamenn Unnsteins og Guðmundar Geirs höfðu ekki tök á að mæta.
1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu
Nr |
Heiti |
Póstnúmar |
Starfsleyfi |
1 |
Gámastöðin | 800 Selfoss | Endurnýjun |
2 |
Geysir | 801 Selfoss | Ný starfsemi |
3 |
Öndverðarnes ehf. | 801 Selfoss | Eigendaskipti |
4 |
Sumardvölin | 801 Selfoss | Eigendaskipti |
5 |
Almar bakari | 800 Selfoss | Ný starfsemi |
6 |
Eyþór Valdimarsson | 880 Kirkjubæjarklaustri | Tímabundið |
7 |
Kaffi Líf – Veislusalir ehf. | 800 Selfoss | Eigendaskipti |
8 |
Soð- og sultugerð – Heiðarbýlið, Austurmörk 5, Hveragerði – Alexander Danilo A. Alcivar | 810 Hveragerði | Br. á starfsemi |
9 |
Suðurverk ehf. – Búðarhálsi | 801 Selfoss | Ný starfsemi |
10 |
Vatnsból Sauðhúsvelli, Rangárþingi eystra | 861 Hvolsvöllur | Ný starfsemi |
11 |
Heimagisting Kristjáns, Kristján Guðmundsson | 860 Hvolsvöllur | Ný starfsemi |
12 |
Gistihúsið Hamar | 900 Vestmannaeyjar | Eigendaskipti |
13 |
Penninn á Íslandi ehf. | Pósthólf 8280 108 Rvk | Endurnýjun |
14 |
BB Selfoss – Samsteypan ehf. | 800 Selfoss | Eigendaskipti |
15 |
Kaupás hf . v/Kjarval Vestm.eyj.Goðahraun | 900 Vestmannaeyjar | Endurnýjun |
16 |
Sumarhús Tungubraut 24 – Margeir Ingólfsson | 801 Selfoss | Ný starfsemi |
17 |
Bónfeðgar – Valborg ehf. | 800 Selfoss | Eigendaskipti |
18 |
Gistiheimilið Hlíðarás | 900 Vestmannaeyjar | Ný starfsemi |
19 |
Café Eyjar | 900 Vestmannaeyjar | Ný starfsemi |
20 |
Vínbúð Á.T.V.R. Vík | 870 Vík | Br. á húsnæði |
21 |
Gisting-heimagisting Norðurhvammi | 870 Vík | Ný starfsemi |
22 |
Rangárþing ytra v/Grunnskólinn Hellu | 850 Hella | Endurnýjun |
23 |
Seylon | 800 Selfoss | Endurnýjun |
24 |
Skógrækt Ríkisins v/Tjaldstæði í Sandártungu í Þjórsárdal | 801 Selfoss | Endurnýjun |
25 |
Gljásteinn ehf /Hólaskógur | 801 Selfoss | Eigendaskipti |
26 |
Gljásteinn ehf /Árbúðir | 801 Selfoss | Br. á starfsemi |
27 |
Gljásteinn ehf v/Gíslaskáli, Svartárbotnum | 801 Selfoss | Br. á starfsemi |
28 |
Fjallaskálar v/Foss, Rangárvöllum | 851 Hella | Ný starfsemi |
29 |
Fjallaskálar v/Hungurfit, Rangárvöllum | 851 Hella | Ný starfsemi |
30 |
Eldstó ehf. – kaffihús/gistihús | 860 Hvolsvöllur | Br. á starfsemi |
Starfsleyfisumsóknir nr. 25-27 og 30 samþykktar með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa og starfsleyfisumsóknum nr. 28 og 29 frestað þar til fyrir liggur úttekt og afstaða skipulags- og byggingarfulltrúa.
Aðrar umsóknir samþykktar án athugasemda.
2) Tóbakssöluleyfi
Nr |
Heiti |
Póstfang |
Starfsleyfi |
1 |
Víkurskáli – E.Guðmundsson ehf | 870 Vík | Endurnýjun |
2 |
Kaupás hf v/Kjarval Vestm.eyj.Goðah | 900 Vestmannaeyjar | Endurnýjun |
Lagt fram til upplýsinga.
3) Yfirlit eftirlits.
Lagt fram til upplýsinga yfirlit yfir reglubundið eftirliti frá 17. apríl til 21. maí sl.
4) Rekstaryfirlit.
Lagður fram rekstarreikningur HES frá áramótum til 25. maí sl. Framkvæmdastjóra falið að leita eftir leiðréttingu hjá SASS vegna of hárrar rauntölu í liðnum ,,Húsn. aðstoð og aðstaða SASS“ miðað við breyttar forsendur.
5) Mál úr eftirliti.
a) Jörth ehf.
Lagt fram svarbréf Birnu Guðrúnar Ásbjörnsdóttur, f.h. Jörths ehf., dags. 8. maí 2012 ásamt drögum að svarbréfi HES.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir aðgerðir gegn fyrirtækinu sbr. drög að bréfi HES og felur starfsmönnum að vinna að málinu.
b) Fiskmark.
Lagt fram bréf HES til Fiskmarks, dags. 21. maí sl. ásamt drögum að starfsleyfisskilyrðum Fiskmarks, sem hafa verið sett í auglýsingu.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands tekur málið fyrir að nýju að afloknum auglýsingatíma.
c) Stofan.
Lagt fram bréf HES, dags. 18. maí sl. er varðar eftirfylgni með úrbótum og þvingunaraðgerðir. Jafnfram lagður fram tölvupósti frá fyrirtækinu þar sem óskað er eftir fresti til 1. júlí og svar HES í sama tölvupósti.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að veita umbeðin frest og felur starfsmönnum að fylgja málinu eftir að fresti liðnum.
d) Olympus.
Lagðar fram nýjar upplýsingar úr eftirliti í gær sbr. bókun nefndarinnar á síðasta fundi en þar var málinu frestað þar til fyrir lægju upplýsingar um úrbætur skv. framkvæmdaáætlun fyrirtækisins.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands telur húsnæði starfseminnar vera ófullnægjandi m.a. vegna rakaskemmda, og felur starfsmönnum að vinna áfram að þvingunaraðgerðum þar sem úrbætur eru ekki fullnægjandi.
e) Orkuveita Reykjavíkur v/Hellisheiðarvirkjunar.
Lögð fram fundargerð HES vegna fundar með OR um förgun affalsvatns frá blásandi borholum og þéttvatns frá kæliturnum og tímasett úrbótaáætlun Orkuveitu Reykjavíkur á þeim þáttum sem farið var fram á. Jafnframt lagt fram, til frekari upplýsinga svar OR til Landverndar um sama mál.
Framkvæmdastjóri gerði frekari grein fyrir málinu.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands fer fram á að Orkuveita Reykjavíkur skili inn fyrir næsta fund nefndarinnar, upplýsingum um fyrirkomulag varanlegrar lausnar á förgun þéttivatnsins frá Sleggju og framkvæmdum lokið fyrir áætlaðan tíma í úrbótaáætluninni.
Nefndin telur jákvætt að tilraunaverkefnið um niðurdælingu brennisteinsvetnis skuli loks vera hafið og óskar eftir upplýsingum um niðurstöður þess um leið og þær liggja fyrir.
f) Vestmannaeyjabær v/starfsleyfisumsóknar um landmótun.
Málinu var frestað á síðasta fundi og framkvæmdastjóra falið að afla frekari gagna. Ekki liggja fyrir endanlegar upplýsingar en framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu og leggja starfsleyfisdrög fyrir næsta fund nefndarinnar til afgreiðslu, ef hægt er.
6) Samantekt matvælaeftirlits 2011.
Lagt fram til upplýsinga samantekt HES til MAST og er yfirlit yfir matvælaeftirlits ársins 2011.
7) Útgáfa starfsleyfa fyrir fiskeldi – stjórnsýsla.
Lagt fram bréf til upplýsinga bréf Umhverfisstofnunar, dags. 27. apríl til heilbrigðisnefnda þar sem fram kemur skoðun UST á útgáfu starfleyfa sem svar við fyrirspurn Fiskistofu.
Framkvæmdastjóri gerði frekari grein fyrir málinu.
8) Ársreikningur 2011.
Lagður fram lagfærður ársreikningur þar sem sett hefur verið inn rétt viðmiðunaráætlun.
Að öðru leyti er vísað í afgreiðslu nefndarinnar frá 24. febrúar sl. og ársreikningi HES 2011 vísað til skoðunarmanna.
9) Skipun Elsu Ingjaldsdóttur í starfshóp Umhverfisráðuneytis.
Lagt fram til upplýsinga skipunarbréf UMHVR til framkvæmdastjóra í starfshóp til endurskoðunar á lögum nr. 7/1998.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands mótmælir því að tilnefningaraðilar beri sjálfir kostnað við setu fulltrúa sinna í stýrihópnum og felur framkvæmdastjóra að koma óánægju sinni á framfæri.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.50
Gunnar Þorkelsson
Svanborg Egilsdóttir
Valur Bogason
Elinborg Ólafsdóttir
Elsa Ingjaldsdóttir