139. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

24. febrúar 2012 kl. 14.00 að Austurvegi 56, Selfossi

 

Mætt: Gunnar Þorkelsson, formaður, Páll Stefánsson, Svanborg Egilsdóttir, Unnsteinn Eggertsson, Guðmundur Geir Gunnarsson, Pétur Skarphéðinsson, Valur Bogason (gegnum fjarfundabúnað)  og Elsa Ingjaldsdóttir.

 

1)      Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.

Nr

Heiti

Póstnúmar

Starfsleyfi

1

Kvoslækur – heimagisting 861 Hvolsvöllur Nýtt leyfi

2

Hjá Jonna – Jón Marías Arason 815 Þorlákshöfn Nýtt leyfi

3

Hótel Hekla, Brjánsstöðum – Himbrimi ehf. 801 Selfoss Eigendaskipti

4

Skeljungur hf. v/Shellskála, Hveragerði 810 Hveragerði Endurnýjun

5

Katla grill ehf. – Rafael Witkowsky 880 Kirkjubæjarkl. Nýtt leyfi

6

Olíuverslun Íslands hf. v/Þorlákshöfn verslun/umboðssala 815 Þorlákshöfn Nýtt leyfi

7

Húsadalur – Stjörnunótt ehf. 861 Hvolsvöllur Eigendaskipti

8

HRS Rósir ehf. 801 Selfoss Nýtt leyfi

9

Hrunamannahreppur v/ Gámasvæði 845 Flúðir Br. á starfsleyfi

10

Sápustöðin 800 Selfoss Nýtt leyfi

11

Friðheimar 801 Selfoss Nýtt leyfi

12

Ísfélag Vestmannaeyja 900 Vestmannaeyjar Endurnýjun

13

SHK-Skjöldur slf. 900 Vestmannaeyjar Nýtt leyfi

14

Samkaup hf v/ Nettó Selfossi 800 Selfoss Nýtt leyfi

15

Skógrækt ríkisns, Haukadal 801 Selfoss Nýtt leyfi

16

Pizza Pizza ehf. 800 Selfoss Nýtt leyfi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Öll starfsleyfin samþykkt nema nr. 10, 11, 14 og 16 eru samþykkt með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa.

 

2)      Tóbakssöluleyfi

Nr Heiti Póstfang Starfsleyfi
1 Samkaup Úrval, Selfossi 800 Selfoss Endurnýjun
2 Samkaup hf v/ Nettó Selfossi 801 Selfoss Nýtt leyfi

Lagt fram til upplýsinga.

 

3)      Samþykktir og gjaldskrár sveitarfélaga.

a)      Samþykktir og gjaldskrár um gæludýrahald og meðhöndlun úrgangs frá Rangárþingi ytra.  

Afgreiðsla HES staðfest.

 b)      Samþykkt um meðhöndlun úrgangs og gjaldskrár fyrir sorphirðu, hundahald og kattahald í Rangárþingi eystra.  

Afgreiðsla HES staðfest.

c)      Gjaldskrár fyrir sorphirðu í Skaftárhreppi og Flóahreppi.

Afgreiðsla HES staðfest.

d)      Gjaldskrá fyrir sorphirðu og seyru  í Skeiða og Gnúpverjahreppi.

Afgreiðsla HES staðfest.

e)      Gjaldskrá fyrir seyru og meðhöndlun úrgangs í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Afgreiðsla HES staðfest.

f)       Gjaldskrá fyrir hundahald í sveitarfélaginu Árborg.

Afgreiðsla HES staðfest.

g)      Gjaldskrár fyrir hunda- og kattahald í Hveragerði.

Afgreiðsla HES staðfest.

 4)      Húsnæðismál.

Lögð fram drög að samningi við Auðhumlu v/leigu á skrifstofurými að Austurvegi 65. Einnig upplýsingar frá framkvæmdastjóra SASS um breytingar á núverandi kostnaði HES að Austurvegi 56.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands telur framlagðar kostnaðartölur frá SASS, miðað við breyttar forsendur, þurfi frekari skoðunar við. Ekki síst í ljósi þess að húsnæðiskostnaðar skal ekki verða hærri en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Framkvæmdastjóra falið að leita lausna á málinu í samræmi við umræðu á fundinum og leggja fyrir nefndina sem fyrst.

 5)      Ársreikningur 2011.

Lagður fram til upplýsinga,ársreikningur HES fyrir 2011, undirritaður af endurskoðanda.

Ársreikningurinn er í góðu samræmi við áætlun ársins og afkoma jákvæðari en reiknað var með.

Framkvæmdastjóra falið að koma með ábendingar til endurskoðanda í samræmi við umræður á fundinum. Ársreikningur fer til skoðunarmanna áður en stjórn undirritar hann.

 6)      Netpartar – beiðni um framlengingu á undanþágu. 

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags 13. febrúar sl. ásamt fylgigögnum, þar sem óska er eftir umsögn HES á beiðni Netparta ehf. um framlengingu á undanþágu frá starfsleyfi meðan verið er að vinna skipulagsvinnuna.

Afgreiðsla HES staðfest. 

 7)      Starfsmannamál.

Stella Hrönn Jóhannsdóttir hóf störf hjá HES 1. febrúar sl. Er hún boðin velkomin til starfa.

 Öðrum dagskrárliðum frestað til næsta fundar

 Kl. 15.00 – Gestir frá Umhverfisstofnun.

Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri og Gunnlaug Einarsdóttir, sviðstjóri Umhverfisstofnunar, mættu á fund nefndarinnar til almennrar umræðu og upplýsinga er snerta almenn sameiginleg málefni.

Kristín Linda opnaði umræðuna og fór yfir hlutverk og valdsvið heilbrigðisnefnda sveitarfélaga vs. heilbrigðiseftirlitsins. Talað m.a um grænt bókahald, beitingu þvingunarúrræða, heimildir til að beita stjórnvaldssektum, samvinnu Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlitssvæða. Lagði jafnframt fram, til upplýsinga, ársáætlun UST fyrir 2012 og árskýrslu 2010. Nefndi TAIEX verkefni og mögulega styrki til endurmenntunar heilbrigðisfulltrúa. Rædd fráveitumál sveitarfélaga.

Almennar umræður urðu um starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur á Suðurlandi, aðallega um Hellisheiðarvirkjun. Kom fram í máli forstjóra UST að ekki væri nauðsyn á ákvörðun á þynningarsvæði við endurskoðun starfsleyfis Hellisheiðarvirkjunar.

Jafnframt rætt um ferðamannastaðinn Gullfoss og fráveitumál á verndarsvæði Þingvallavatns, mögulega þróun opinbers eftirlits á Íslandi.

 

Að lokum þakkaði formaður gestum fyrir góða heimsókn og gagnlegar upplýsingar.

 

 Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:45

 

Gunnar Þorkelsson                   

Páll Stefánsson                       

Valur Bogason

Svanborg Egilsdóttir                           

Unnsteinn Eggertsson              

Guðmundur Geir Gunnarsson

Pétur Skarphéðinsson                         

Elsa Ingjaldsdóttir