Flugeldasýningar og brennur um áramót og á þrettándanum
Þar sem fáir vinnudagar eru á milli jóla og nýárs eru þeir sem áforma að halda brennu og/eða flugeldasýningu á gamlárskvöld og/eða á þrettándanum hvattir til að sækja um leyfi fyrir slíku sem allra fyrst.
Flugeldasýningar:
Sótt er um skráningu fyrir flugeldasýningu á island.is, sjá hér: Sækja um leyfi fyrir flugeldasýningu | Ísland.is
Í umsókninni skal gera grein fyrir ábyrgðaraðila, skotstjóra, stað, dagsetningu og tíma. Einnig skal fylgja loftmynd af sýningarstaðnum sem sýnir nálægð við næstu mannvirki og/eða verndarsvæði ef við á og leyfisbréf landeiganda ef sýningin fer fram á landi sem er í eigu eða umráðum annars en þess sem stendur fyrir sýningunni.
Brennur undir 100 m3:
Brennur undir 100 m3 eru ekki skráningarskyldar hjá heilbrigðiseftirliti en tilkynna skal embættinu um fyrirhugaða brennu með því að fylla út eyðublað þess efnis inni á Þjónustugátt HSL. Í tilkynningunni skal gera grein fyrir ábyrgðaraðila brennu, brennustjóra, stað, dagsetningu og tíma. Einnig skal fylgja loftmynd af brennustæði þar sem fram kemur nálægð í næstu mannvirki og/eða verndarsvæði ef við á og leyfisbréf landeiganda ef brennan fer fram á landi sem er í eigu eða umráðum annars en þess sem stendur fyrir brennunni. HSL veitir umsögn um fyrirhugaða brennu á grundvelli innsendrar tilkynningar, en umsögn HSL skal fylgja umsókn um brennuleyfi til sýslumanns.
Sótt er um brennuleyfi til sýslumanns hér: Leyfi til að brenna bálköst | Ísland.is.
Brennur stærri en 100 m3:
Sótt er um skráningu fyrir brennu sem er stærri en 100 m3 á island.is, sjá hér: Sækja um leyfi fyrir stærri brennu | Ísland.is
Í umsókninni skal gera grein fyrir ábyrgðaraðila brennu, brennustjóra, stað, dagsetningu og tíma. Einnig skal fylgja loftmynd af brennustæði þar sem fram kemur nálægð í næstu mannvirki og/eða verndarsvæði ef við á og leyfisbréf landeiganda ef brennan fer fram á landi sem er í eigu eða umráðum annars en þess sem stendur fyrir brennunni.
Jafnframt skal sækja um brennuleyfi til sýslumanns vegna slíkra brenna, sjá hér: Leyfi til að brenna bálköst | Ísland.is