Upplýsingar vegna öskufalls og eldgossins í Grímsvötnum
Hér að neðan má finna leiðbeiningar um viðbrögð almennings þar sem öskufall er.
Unnið er að því að flytja svifryksmæla á svæðið sem verður fyrir mesta öskufallinu og mun Umhverfisstofnun setja upp fyrsta mælinn á Kirkjubæjarkalaustri um leið og færi gefst.
Átappað drykkjarvatn mun verða til dreifingar í stjórnstöð almannavarna í Vík og Kirkjubæjarklaustri og jafnvel fleiri stöðum.
Í framhaldinu mun Heilbrigðiseftirlitið mun fylgjast með neysluvatni á svæðinu með sýnatöku á vatnsbólum og vatnsveitum.
Frekari leiðbeiningar og fróðleik um viðbrögð vegna eldgosa má finna á heimasíðu Almannavarna, Landlæknis, Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands mun leitast við að setja jafnóðum inn nýjar upplýsingar um neysluvatn og svifryk meðan á eldgosinu stendur.