55. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 21. maí 2003
55. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn miðvikudaginn 21. maí 2003, kl. 14.00 að Austurvegi 56, Selfossi.
Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, formaður, Guðmundur Elíasson, Pétur Skarphéðinsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Gunnar Þorkelsson, Margrét Einarsdóttir og Elsa Ingjaldsdóttir.
Andrés Sigmundsson boðaði forföll.
1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.
a) Starfsleyfi:
a) Starfsleyfi:
Nr.
|
Nafn
|
Póstfang
|
Starfsleyfi
|
1
|
Austurhvoll ehf. v. Ásgarðs
|
860 Hvolsvöllur
|
Eigendaskipti
|
2
|
Samkaup hf. v. verslunin Strax
|
845 Flúðir
|
Eigendaskipti
|
3
|
Reykjagarður v. Ásmundarstaðabúsins
|
850 Hella
|
Endurnýjun
|
4
|
Hverakaup ehf.
|
810 Hveragerði
|
Br. á húsnæði
|
5
|
Vegagerðin v. vinnub. við Klifanda
|
870 Vík
|
Ný starfssemi
|
6
|
Vínbúð ÁTVR Vík
|
870 Vík
|
Ný starfssemi
|
7
|
Vínbúð ÁTVR Þorlákshöfn
|
815 Þorlákshöfn
|
Ný starfssemi
|
8
|
Hrólfsstaðahellir gistiheimili
|
851 Hella
|
Ný starfssemi
|
Starfsleyfin samþykkt án athugasemda.
b) Tóbakssöluleyfi:
Nr.
|
Nafn
|
Póstfang
|
Starfsleyfi
|
1
|
Hverakaup ehf.
|
810 Hveragerði
|
Endurnýjun
|
2
|
Strax
|
845 Flúðum
|
Eigendaskipti
|
3
|
Hverabakarí
|
810 Hveragerði
|
Nýtt
|
4
|
Bjartur Bakan ehf.
|
900 Vestmannaeyjar
|
Nýtt
|
Lögð fram til kynningar.
2) Mál er varða hávaðavarnir.
a) Höllin.
Lagt fram bréf Hallarinnar- Karató vegna hönnunar og úrbóta vegna hávaðatakmarkana. Ennfemur bréf Höskuldar Rafns Kárasonar með niðurstöðum hávaðamælinga. Heilbrigðisnefnd Suðurlands þakkar viðbrögð við kröfum sínum en fer jafnframt fram á að þar til úrbætur hafa verið gerðar skuli hávaðavaki vera stilltur á jafngildið 92 dB og toppur á 98 dB. Ennfremur væntir nefndin að úrbótum verði lokið innan tilskilins tíma svo sátt megi ríkja um starfsemina.
. Lagt fram bréf Hallarinnar- Karató vegna hönnunar og úrbóta vegna hávaðatakmarkana. Ennfemur bréf Höskuldar Rafns Kárasonar með niðurstöðum hávaðamælinga. Heilbrigðisnefnd Suðurlands þakkar viðbrögð við kröfum sínum en fer jafnframt fram á að þar til úrbætur hafa verið gerðar skuli hávaðavaki vera stilltur á jafngildið 92 dB og toppur á 98 dB. Ennfremur væntir nefndin að úrbótum verði lokið innan tilskilins tíma svo sátt megi ríkja um starfsemina.
b) Prófasturinn/Heimir.
. Bréf frá lögfræðingum lagt fram ásamt bréfi byggingafulltrúa um málið. Framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu í samráði við lögfræðing.
c) Vilberg kökuhús/Bárustígur 9.
Lagt fram bréf Láru V. Júlíusdóttir dags. 24. mars 2003 ásamt bréfi byggingafulltrúa um málið. Heilbrigðisnefnd óskar eftir ítarlegri svörum frá skipulags- og bygginganefnd Vestmannaeyjabæjar um hljóðvist milli íbúðar og bakaríis og er framkvæmdastjóra falið að vinna frekar að málinu.
Lagt fram bréf Láru V. Júlíusdóttir dags. 24. mars 2003 ásamt bréfi byggingafulltrúa um málið. Heilbrigðisnefnd óskar eftir ítarlegri svörum frá skipulags- og bygginganefnd Vestmannaeyjabæjar um hljóðvist milli íbúðar og bakaríis og er framkvæmdastjóra falið að vinna frekar að málinu.
3) Önnur mál.
a) Sumarfrí og afleysing.
Elsa greindi frá fyrirhuguðum sumarfríum starfsmanna og fór yfir möguleika er varða sumarafleysingar.
. Elsa greindi frá fyrirhuguðum sumarfríum starfsmanna og fór yfir möguleika er varða sumarafleysingar.
b) Afgreiðsla umsagna og starfsleyfa.
. Heilbrigðisnefnd Suðurlands felur framkvæmdastjóra að afgreiða starfsleyfi og umsagnir fram að næsta fundi nefndarinnar sem áætlaður er í ágúst.
c) Starfsleyfisskilyrði vegna hollustuháttareglugerðar.
. Lögð fram drög á fundinum að starfsleyfisskilyrðum skv. nýrri hollustuháttareglugerð og farið yfir helstu breytingar sem fylgja nýrri reglugerð sem tekur að mestu við af gömlu heilbrigðisreglugerðinni.
d) Mat á umhverfisáhrifum.
. Elsa kynnti gögn sem eru til vinnslu vegna mats á umhverfisáhrifum. Fyrir
liggur ósk um umsagnir vegna breytingu á þjóðveg 1 -Svínahraun, Gjábakkavegur og fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir í Þjórsá, Urriðafossvirkjun og Núpsvirkjanir. Kom fram að mikið magn gagna liggi til grundvallar mati á umhverfisáhrifum og fer í þetta mikil tími starfsmanna eftirlitsins.
e) Bréf Umhverfisstofnunar um dýrahald í atvinnuskyni dags. 9. maí sl.
. Lagt fram til kynningar en með breytingu á Umhverfisstofnun um áramót breyttust lög um dýrahald í atvinnuskyni og hefur nú Umhverfisstofnun eftirlit með því.
f) Aðalskipulag Ölfus.
Lagt fram bréf Landmótunar dags. 29. apríl þar sem óskað er eftir umsögn heilbrigðiseftirlitsins varðandi aðalskipulag Ölfus. Heilbrigðisnefnd Suðurlands lýsir yfir áhyggjum á stækkun námunnar í Ingólfsfjalli sérstaklega að teknu tilliti til vatnsverndarsjónarmiða. Ennfremur leggur nefndin það til að deiliskipulagi námunnar verði flýtt og hvetur sveitarfélagið til að setja starfseminni skilyrði. Ennfremur vill Heilbrigðisnefnd Suðurlands beina því til sveitarfélagsins Árborgar að þeir hugi að hagsmunum sínum varðandi verndun vatnsbóla sinna.
Starfsmönnum falið að svara bréfinu mtt. atriða er lúta að heilbrigðiseftirliti.
g) Breyting á gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
. Auglýsingin lögð fram til upplýsinga en ekki var um hækkun að ræða heldur breytingu á gjalddögum eftirlitsgjalda.
h) Dreifibréf til sveitarfélaga vega starfsleyfisskyldu vatnsveitna.
Lagt fram til kynningar.
i) Samorkufundur.
. Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá fyrirhuguðum fundi allra veitna á landinu sem halda á á Selfossi 23. og 24. maí nk. Mun Heilbrigðiseftirlitið vera með erindi á fundinum.
j) Endurskoðuð starfslýsing framkvæmdastjóra.
Formaður upplýsti um stöðu málsins en ekki liggur fyrir endanleg starfslýsing.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.30
Jón Ó. Vilhjálmsson
Guðmundur Elíasson
Margrét Einarsdóttir
Pétur Skarphéðinsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Gunnar Þorkelsson
Elsa Ingjaldsdóttir