Persónuverndaryfirlýsing

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands leitast við að grípa til viðeigandi tæknilegra og skipulegra öryggisráðstafana til að tryggja öryggi persónuupplýsinga í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Felur það meðal annars í sér að aðeins þeir starfsmenn hafa aðgang að persónuupplýsingum sem þess þurfa starfs síns vegna. Auk þess stuðlar embættið að aukinni vitundarvakningu hjá starfsmönnum  um hvernig gæta skal að öryggi persónuupplýsinga.

Þess má einnig geta að heilbrigðisfulltrúar starfa samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir í umboði heilbrigðisnefndar sem stjórnvalds og eru þar með bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.