37. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 20. nóvember 2001

37. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands þriðjudaginn
20. nóvember 2001, kl. 14.00 að Austurvegi 56, Selfossi.

Mætt: Heimir Hafsteinsson, form., Svanborg Egilsdóttir, Sesselja Pétursdóttir, Gunnar Þorkelsson og Íris Þórðardóttir.
Ennfremur Elsa Ingjaldsdóttir og Pétur Skarphéðinsson, héraðslæknir.

Dagskrá:

1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.

Nafn Póstfang Starfsleyfi
Skíðaskálinn í Hveradölum 110 REYKJAVÍK 9-nóv-2001
Bílsel 800 SELFOSS 9-nóv-2001
Mjólkurbú Flóamanna 800 SELFOSS Endurnýjun
Turninn 900 VESTM.EYJUM Eig.skipti
Sláturfélag Suðurlands 860 HVOLSVELLI Endurnýjun
Kökuval ehf 850 HELLA Endurnýjun
Nudd og grenning 800 SELFOSS Nýtt
Biskupstungnahreppur, vatnsveita 801 SELFOSS Nýtt
Gröfuþjónusta Guðmundar 840 LAUGARVATN Nýtt
J.S.K. Bílaverkstæði 810 HVERAGERÐI Nýtt
Hársnyrtistofan ARS 815 ÞORLÁKSHÖFN Br. á húsn.


Starfsleyfin samþykkt án athugasemda nema hárgreiðslustofan Ars með fyrirvara um að ekki verði gerðar athugasemdir við úttekt.

Starfsleyfi fyrir vatnsveitu Biskupstungnahrepps samþykkt enda liggur fyrir skipulag sveitarfélagsins þar sem skilgreint er vatnsverndarsvæði vatnsveitunnar. Úttekt á gæðum vatnsins hefur einnig farið fram.

2) Tóbakssöluleyfi til kynningar og afgreiðslu.

Nafn Póstfang Starfsleyfi
Skíðaskálinn í Hveradölum 110 REYKJAVÍK 9-nóv-2001
Turninn 900 VESTM.EYJUM Eig.skipti

Samþykkt án athugasemda.

3) Samþykktir sveitarfélaga.

    a) Breyting á samþykkt um hundahald Árborgar.Samþykkt án athugasemda.b) Samþykkt um hundahald í Rangárvallahreppi.Samþykkt án athugasemda.c) Samþykkt um sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Rangárvallahreppi.Samþykkt án athugasemda.

4) Fjárhagsáætlun og ný gjaldskrá.
Fjárhagsáætlun samþykkt og vísað til aukafundar SASS til endanlegrar umfjöllunar. Umræðu um nýja gjaldskrá frestað til næsta fundar.

5) Yfirlit eftirlits frá síðasta fundi.
Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir stöðu mála varðandi reglubundið eftirlit og gerði grein fyrir gangi eftirlits.

6) Umsóknir yfirfarnar.
Elsa Ingjaldsdóttir vék af fundi.
Heimir Hafsteinsson fór yfir umsókn um starf framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlitsins sem auglýst var laust til umsóknar. Ein umsókn barst.
Umsækjandi: Elsa Ingjaldsdóttir, starfandi framkvæmdastjóri.
Samþykkt að ganga til samninga við umsækjanda og ganga frá ráðningu á næsta fundi nefndarinnar.

7) Mál til upplýsinga og kynningar.
Elsa Ingjaldsdóttir kom inn á fund að nýju.

    a) Fráveitumál
    i)Drög að seyrusamþykktii)Greinargerð til Hvr um stöðu fráveitumála á Suðurlandi.

b)Stefnumótunarvinna Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Kynningu og umfjöllun frestað til næsta fundar.

8) Önnur mál.

    a) Heimir Hafsteinsson greindi frá fyrirhuguðum fundi með þingmönnum Suðurlands í dag kl. 17.00 og fór yfir þau málefni er formaður/framkv.stjóri ætla að fara yfir á þeim fundi. Málefnin eru fyrirhugð tilfærsla/sameining matvælaeftirlits og ný neysluvatnsreglugerð. Almennar og heitar umræður urðu um málið.b) Neysluvatnsreglugerð nr. 536/2001.Elsa Ingjaldsdóttir lagði fram reglugerðina ásamt punktum um helstu breytingar sem reglugerðin hefur í för með sér. Kom fram í máli hennar að með tilkomu reglugerðarinnar eru auknar kröfur um eftirlit settar á heilbrigðiseftirlit auk eigenda og umsjónarmanna vatnsveitna, bæði í formi almennra krafna og kostnaðar.

Næsti fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands ákveðin 27. nóvember nk. kl. 17.00 á Hellu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.45Heimir Hafsteinsson
Íris Þórðardóttir
Sesselja Pétursdóttir
Svanborg Egilsdóttir
Gunnar Þorkelsson
Pétur Skarphéðinsson
Elsa Ingjaldsdóttir