Leiðbeiningar um smitvarnir vegna dýrahalds og veitingastarfsemi
Að gefnu tilefni hafa verið gefnar út leiðbeiningar um smitvarnir vegna dýrahalds í ferðaþjónustu
Víða um land eru ferðamannastaðir sem bjóða upp á möguleika á kynnast dýrum í návígi, sem almenna afþreyingu og jafnframt hefur það ákveðið fræðslugildi. Oft eru þessir staðir jafnframt með veitingar af ýmsu tagi. Dýrum sem eru heilbrigð að sjá getur fylgt bakteríuflóra sem getur valdið sýkingum hjá fólki eins og t.d. af völdum Campylobacter, Salmonella, toxínmyndandi E. coli, , o.fl..
Rekstraraðilar á ferðamannastöðum og allir sem veita almenningi aðgang að dýrum skulu tryggja að einungis séu til sýnis heilbrigð dýr. Í umhverfi dýra getur verið bakteríuflóra sem gestirnir eru væntanlega ekki vanir í sínu daglega lífi. Börn eru ekki búin að læra almennt hreinlæti s.s. handþvott fyrr en við ákveðinn aldur og því mikilvægt að passa sérstaklega upp á þau í umgengni við dýr. Þar fyrir utan hafa ung börn ekki eins þroskað ónæmiskerfi eins og þeir sem eldri eru. Því er hættan meiri hjá börnum að sýkjast á þessum stöðum um leiðina: hendur í munn. Oft er um að ræða sjúkdóma sem er auðvelt að koma í veg fyrir með einföldum handþvotti. Einkennalausir smitberar geta verið innan dýrahóps sem geta smitað frá sér.
Til að koma í veg fyrir sýkingar af þessu tagi þarf að tryggja aðstöðu til handþvottar með rennandi vatn, sápu, einnota handþurrkur og handspritt. Aðstaða ætti að vera aðgengileg á svæðum þar sem aðgengi er að dýrum og í nægilegum umfangi miðað við fjölda gesta. Merkingar ættu að vera sýnilegar til að gefa til kynna þörfina á að þvo hendur áður en menn borða eða fara frá samskiptasvæðinu.
Börn yngri en 5 ára, aldraðir, þungaðar konur og ónæmisbældir einstaklingar ættu að gæta sérstakrar varúðar, þar sem þeir eru í meiri hættu á að smitast.
Ítarefni:
- Leiðbeinginar MAST um smitvarnir fyrir ferðaþjónustu með veitingastarfemi og dýrahald
- Upplýsingar um handþvott frá Sóttvarnarlækni
- Leiðbeiningar um smitvarnir við dýrahald sem opið er almenningi frá írskum heilbrigðisstofnunum