Fréttatilkynning - Mengun í Laugarvatni
Tekin voru tvö sýni úr Laugarvatni í vikunni og sýna niðurstöður að saurgerlamengun er yfir mörkum í vatninu skv. reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands mælist til þess að vatnið verði ekki nýtt til baða meðan þetta ástand varir, en að öðru leyti stafar engin hætta af . Unnið er að rannsóknum á upptökum mengunarinnar og verða ný sýni send til greiningar í dag.