Varúðarráðstafanir vegna bruna að Kirkjuvegi 18, Selfossi
Vegna óhagstæðrar veðurspár telur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands rétt að íbúar í nágrenni rústanna að Kirkjuvegi 18 hafi glugga á húsnæði sínu lokaða og að gangandi umferð verði sem minnst um nágrennið meðan rústirnar hafa ekki verið fjarlægðar. Eru þessar ráðleggingar settar fram í öryggisskyni í ljósi þess sem áður hefur komið fram um asbest í klæðningu hússins og önnur efni sem geta farið af stað ef vind hreyfir að ráði.