5. aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands 2010
Fundargerð
5. aðalfundar
Heilbrigðiseftirlits Suðurlands
haldinn 13. september 2010 á Selfossi
1. Aðalfundarstörf
a) Setning – formaður stjórnar
Jón Ó. Vilhjálmsson, formaður, setti fundinn og bauð fulltrúa velkomna.
b) Kjör fundarstjóra og fundarritara
Formaður tilnefndi þau Ástu Stefánsdóttur og Ara B. Thorarensen sem fundarstjóra og Rósu Sif Jónsdóttur og Sólveigu Ragnarsdóttur sem fundarritara og var það samþykkt samhljóða.
Í lok máls síns fól formaður fundarstjórum stjórn fundarins.
c) Kosning kjörbréfa- og kjörnefndar og fjárhagsnefndar.
Lögð var fram svohljóðandi tillaga stjórnar HES að kjörbréfa- og kjörnefnd og fjárhagsnefnd:
Kjörnefnd
Aðalmenn
Jóna Sigurbjartsdóttir, formaður Skaftárhreppi
Gunnar Þorgeirsson, varaformaður Grímsnes- og Grafningshr.
Aldís Hafsteinsdóttir Hveragerðisbæ
Gunnlaugur Grettisson Vestmannaeyjabæ
Ísólfur Gylfi Pálmason Rangárþingi eystra
Ari Thorarensen Sveitarfélaginu Árborg
Ásgrímur Ingólfsson Sveitarfélaginu Hornafirði
Varamenn
Drífa Kristjánsdóttir Bláskógabyggð
Sveinn Steinarsson Sveitarfélaginu Ölfusi
Páll Scheving Vestmannaeyjabæ
Ingvar Pétur Guðbjörnsson Rangárþingi ytra
Sandra Dís Hafþórsdóttir Sveitarfélaginu Árborg
Ingi Már Björnsson Mýrdalshreppi
Kristján Sigurður Guðnason Sveitarfélaginu Hornafirði
Fjárhagsnefnd
Aðalmenn
Gunnsteinn R Ómarsson formaður Rangárþingi ytra
Ásta Stefánsdóttir varaformaður Sveitarfélaginu Árborg
Margrét Sigurðardóttir Flóahreppi
Kristín Magnúsdóttir Sveitarfélaginu Ölfus
Ingibjörg Harðardóttir Grímsnes og Grafningshr.
Varamenn
Eyþór Arnalds Sveitarfélaginu Árborg
Eydís Indriðadóttir Ásahreppi
Róbert Hlöðversson Hveragerðisbæ
Elvar Eyvindsson Rangárþingi eystra
Jón G. Valgeirsson Hrunamannahreppi
Var tillagan samþykkt samhljóða og tók kjörbréfa og kjörnefnd þegar til starfa
d) Skýrsla stjórnar
Jón Ó. Vilhjálmsson flutti skýrslu stjórnar. Ræddu hann um að störf HES hefðu verið mikil á þessu ári en þá sérstaklega vegna náttúruhamfara sem áttu sér stað á Suðurlandi á árinu Fékk HES lánaða þrjá svifryksmæla í kjölfar eldgosanna og þakkaði hann sérstaklega fyrir það.
Að lokum þakkaði hann nefndarmönnum, framkvæmdastjóra og starfsfólki öllu fyrir ánægjulega samvinnu á liðnum árum.
e) Skýrsla framkvæmdastjóra
Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdarstjóri, flutti ársskýrslu HES hún sagði frá því að þó að erfiðleikar séu í þjóðfélaginu þá hefur fyrirtækjum fjölgað.