120. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

120. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn fimmtudaginn 20. ágúst 2009, kl. 13.00 að Austurvegi 56, Selfossi.

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Viktor Pálsson, Gunnar Þorkelsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Guðmundur Geir Gunnarsson, Ragnhildur Hjartardóttir og Elsa Ingjaldsdóttir. Undir 1. lið á dagskrá voru auk þess Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Ölfusi, Birna Guðbjörnsdóttir, VSÓ og Birgir Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi. Pétur Skarphéðinsson boðaði forföll.

1) Lýsi – staða mála.

Lögð fram minnisblöð varðandi eftirlit í Þorlákshöfn vegna lyktarmengunar. Auk þess lögð fram skýrsla unnin af VSÓ, varðandi úttekt hjá Lýsi hf. –þurrkun, í Þorlákshöfn.

Birna Guðbjörnsdóttir VSÓ Ráðgjöf, greindi frá innihaldi skýrslunnar og Birgir Þórðarson greindi frá eftirlitinu, sýndi myndir úr því og fór yfir einstök atriði.

Almennar umræður urðu um málið og tóku allir fundarmenn til máls. Aðilar sammála um nauðsyn þess að ljúka málinu á farsælan hátt fyrir alla aðila.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands og Ólafur Áki, f.h. Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkja að koma á fót vinnuhópi í samræmi við umræðu á fundinum til að koma með tillögur að framtíðarlausn málsins. Í vinnuhópinn verði skipað frá sveitarfélaginu, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Lýsi.

2) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu.

a) Ný og endurnýjuð

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Bifreiðaverkstæði Muggs

900 Vestmannaey.

Endurnýjun

2

Gistiheimilið Trix – Illugag.6

900 Vestmannaey.

Nýtt leyfi

3

Hrunamannahreppur v/Fjallaskálinn Fosslækur

845 Flúðir

Nýtt leyfi

4

Hrunamannahreppur v/Fjallaskálinn Helgaskáli

845 Flúðir

Nýtt leyfi

5

Hrunamannahreppur v/Fjallaskálinn Leppistungur, Hvítárdal

845 Flúðir

Nýtt leyfi

6

Hrunamannahreppur v/Fjallaskálinn Svínárnesskáli

845 Flúðir

Nýtt leyfi

7

Nautilus Ísland ehf v/ Hellu

850 Hella

Nýtt leyfi

8

Rangárbakkar Hestamiðstöð Suðurlands ehf

850 Hella

Endurnýjun

9

Verslunin Ós

815 Þorlákshöfn

Endurnýjun

10

Bandalag íslenskra skáta – skátamót

801 Selfossi

Tímabundið

11

Garðyrkjustöðin Stöllum, bændamarkaður

801 Selfossi

Nýtt leyfi

12

Vala, matvöruverslun

801 Selfossi

Endurnýjun

13

Kaffi Langbrók + Tjaldsvæði Langbrókar

861 Hvolsvelli

Endurnýjun

14

Bændamarkaðurinn Reykholti – Sigurjón Sæland

801 Selfossi

Nýtt leyfi

15

Tjaldsvæðið Reykholti – Steinka Bjarna ehf

801 Selfossi

Nýtt leyfi

16

Gistiheimili Suðurlands, Stokkseyri- Verslunarsambandið í Rvk ehf

105 Reykjavík

Nýtt leyfi

17

Hólaskjól – Veiðifélag Skaftártungumanna

880 Kirkjubæjarkl.

Eigendaskipti

18

Hrífunes samkomuhús – Hadda Björk Gísladóttir

880 Kirkjubæjarkl.

Nýtt leyfi

19

Ferðaþjónustan Ásólfsskála

861 Hvolsvelli

Endurnýjun

20

Hvítasunnukirkjan Selfossi – Kaffi líf

800 Selfoss

Nýtt leyfi

21

Árborg v/landmótunar

820 Stokkseyri

Nýtt leyfi

22

Verslunin Árborg

801 Selfossi

Endurnýjun

23

A.K. flutningar ehf – sorphirða

815 Þorlákshöfn

Endurnýjun

24

Grímsnes- og Grafningshreppur v/Fráveituvirkis

801 Selfossi

Nýtt leyfi

26

Vatnsból Þúfu, Rang. ytra

851 Hella

Endurnýjun

27

Iceland Global Water ehf -Vm

900 Vestmannaey.

Nýtt leyfi

28

Mýrdalshreppur v/ Íþróttamiðstöðvar

870 Vík

Endurn – br. á leyfi

29

Tjaldmiðstöðin Flúðum -Trog ehf

845 Flúðir

Endurnýjun

30

Ágústa Guðnadóttir snyrtistofa

900 Vestmannaey.

Endurnýjun

31

Bílaverkst.Harðar og Matta ehf

900 Vestmannaey.

Endurnýjun

32

Gæðabón

900 Vestmannaey.

Nýtt leyfi

34

Gallery Gónhóll – Stafnhús ehf

820 Eyrarbakki

Br. á starfsemi

35

Hársnyrtistofa Ars

815 Þorlákshöfn

Endurnýjun

36

Hestaleigan Kerlingardal

870 Vík

Nýtt leyfi

37

Rangárþing eystra v/tjaldsvæði Skógum

861 Hvolsvelli

Endurnýjun

38

Tjaldsvæðið Laugarvatni – Sólstaðir ehf

840 Laugarvatni

Nýtt leyfi

41

HS veitur hf v/ Vatnsveitu í VM

900 Vestmannaey.

Eigendaskipti

42

Vatnsveita Stóra-Hofi – Fagfélagið

105 Reykjavík

Nýtt leyfi

43

Zentral Pizza

815 Þorlákshöfn

Br. á húsnæði

44

Loðdýrabú Túni

801 Selfossi

Nýtt leyfi

45

Miðstöðin ehf

900 Vestmannaey.

Endurnýjun

46

Sumarhús Pétursey – Bergur Elíasson

871 Vík

Nýtt leyfi

49

Veitingastofan Útlaginn, Flúðum

845 Flúðir

Endurnýjun

53

HS veitur hf v/dreifikerfi rafmagns á Árborgarsvæðinu

800 Selfoss

Eigendaskipti

55

Þjónustumiðstöðin Þingvöllum

801 Selfossi

Endurnýjun

60

Barnaskóli Vestmannaeyja

900 Vestmannaey.

Endurnýjun

61

Gaulverjar ehf (Gaulverjaskóla)

801 Selfossi

Nýtt leyfi

62

Hamarsskóli

900 Vestmannaey.

Endurnýjun

63

Réttargeðdeildin Sogni

815 Þorlákshöfn

Eigendaskipti

64

Kornblómið

801 Selfossi

Nýtt leyfi

65

Rangárhöllin – Töðugjöld

850 Hella

Tímabundið

66

Grænjaxlarnir ehf

801 Selfossi

Br. á starfsemi

67

Geilar – Veiðihús Grenlæk

880 Kirkjubæjarkl.

Nýtt leyfi

68

Fossi ehf

845 Flúðir

Endurnýjun

69

Verslunarsamband í Reykjavík v/Kaffihús

825 Stokkseyri

Nýtt leyfi

70

Veiðihús ehf – Rangárþing ytra

851 Hella

Endurnýjun

71

Grænt og grillað

800 Selfoss

Nýtt leyfi

72

Selvogsgata ehf – tjaldsvæði

801 Selfossi

Nýtt leyfi

73

Árborg v/nýs gámasvæðis

800 Selfoss

Nýtt leyfi

Öll starfsleyfin samþykkt nema nr. 4, 5, 69 og 70 samþykkt með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa. Umsóknir nr. 18, 71 og 72 einnig samþykktar með fyrirvara um jákvæða afgreiðslu bygginganefndar. Afgreiðslu á umsókn nr. 73 frestað þar til eftir lögbundinn auglýsingatíma.

b) Reykjabúið – starfsleyfisútgáfa eftir auglýsingu og athugasemdir.

Lögð fram endurskoðuð starfsleyfisskilyrði fyrir Reykjabúið hf. vegna alifuglabúa að Bakka, Hjalla, Lambhaga og Auðsholti, Ölfusi og Helludal í Bláskógabyggð. Ennfremur lögð fram drög að svari til Lögmann Suðurlandi sem svarbréf við innsendum athugasemdum frá Sveitarfélaginu Ölfusi.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir að gefa út starfsleyfi til handa Reykjabúinu á grundvelli framlagðra gagna og felur framkvæmdastjóra að ganga frá málinu.

c) Tóbakssöluleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

Tóbakssöluleyfi

1

Verslunin Ós

815 Hella

Endurnýjun

2

Vala, matvöruverslun

801 Selfoss

Endurnýjun

3

Verslunin Árborg

801 Selfoss

Endurnýjun

4

Selvogsgata ehf. – pylsuvagn

801 Selfoss

Endurnýjun

Lagt fram til upplýsinga.

3) Samþykkt um fráveitu.

a) Lögð fram samþykkt um fráveitur og rotþrær í Hrunamannahreppi samþykkt í sveitarstjórn 12. ágúst sl. – Samþykktin samþykkt án athugasemda

b) Lögð fram gjaldskrá fráveitugjalda í Hrunamannhreppi samþykkt í sveitarstjórn 12. ágúst sl. – Gjaldskráin samþykkt með athugasemd um að tilvísun í viðeigandi samþykkt (með nr. hennar eða dags.) verði sett inn í hana.

4) Gangur eftirlits.

Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir rekstaryfirlit HES frá áramótum og greindi frá gangi reglubundins eftirlits frá síðasta fundi.

5) Bruni Valhöll.

Lagt fram bréf HES, dags. 14. ágúst til opinberra aðila og annarra sem höfðu aðkomu að Valhallarbrunanum. Byggir bréfið á 6. grein aðgerðaráætlunar um verndun Þingvallavatns þar sem fram kemur að HES skuli gera skýrslu um atburð sem veldur hugsanlegri mengun.

Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir málið og aðkomu embættisins. Kom fram að HES hefði boðað til fundar eigendur, slökkvilið, fulltrúa sveitarfélagsins og fleiri aðila sem aðkomu áttu að málinu. Fundurinn var til upplýsingagjafar milli þessara aðila auk þess að hnykkja á verkssviði hvers og eins. Þrátt fyrir það var hafinn frágangur á svæðinu áður en HES gat staðfest að hreinsun vegna brunans væri fullnægjandi.

Heilbrigðisnefnd Suðurlands lýsir yfir vonbrigðum með að ekki var kallað eftir slíkri staðfestingu áður en til frágangs svæðisins kom. Ábyrgð á mögulegri mengun í framtíðinni vegna óviðunandi hreinsunar brunarústa, mun því verða hjá viðkomandi aðilum sem heimiluðu frágang.

6) Úrskurður v/húsnæðisúttektar.

Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar um hollustuhætti og mengunarvarnir, dags.

15. júní sl. þar sem kæru Erlings Ellingsens á umsögn HES v/húsnæðisúttektar, er vísað frá. Til upplýsinga.

7) Úrskurður v/Hallarinnar.

Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar um hollustuhætti og mengunarvarnir, dags.

15. júní sl. þar sem kæru Friðbjörns Ó. Valtýssonar á ákvörðun Heilbrigðisnefndar Suðurlands um útgáfu starfsleyfis til handa Höllinni – Millet ehf.,er vísað frá. Ennfremur lagður fram tölvupóstur stílaður á Heilbrigðisnefnd Suðurlands, frá Friðbirni, dags.

22. júní sl. ásamt svari Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, dags. 29. júní þar sem upplýst er staða málsins.

Elsa Ingjaldsdóttir upplýsti nefndina frekar um málið en kæru Friðbjörns var vísað frá úrskurðarnefndinni. Í tölvupósti sínum óskar Friðbjörn eftir skriflegu svari frá nefndinni.

Í ljósi þess að Umhverfisráðuneytið hefur farið fram á að úrskurðarnefndin taki málið til efnislegrar meðferðar, og þeirra tafa sem orðið hafa á málinu, beinir Heilbrigðisnefnd Suðurlands þeim eindregnu tilmælum til úrskurðarnefndarinnar að málinu verði hraðað, óski kærandi að kæra það að nýju. Í bréfi frá Umhverfisráðuneyti til Friðbjörns Valtýssonar, dags. 2. júlí er upplýst um stöðu málsins og viðkomandi bent á heimild til að óska eftir endurupptöku málsins við úrskurðarnefndina. Í bréfi Umhverfisráðuneytisins koma fram umbeðnar upplýsingar auk þess sem það er áréttað í bréfi ráðuneytisins til úrskurðarnefndar að taka upp málið að nýju. Ef kærandi vill fyrirtöku málsins að nýju beinir Heilbrigðisnefnd Suðurlands þeim tilmælum til kæranda að fara fram á slíkt við úrskurðarnefndina, hafi það ekki verið gert nú þegar.

8) Neysluvatnsmál.

Elsa Ingjaldsdóttir greindi frá skorti á neysluvatni við vatnsveitu Flóa og tengingu Urriðafosslindar inn á dreifikerfið til að bregðast við vatnsskorti. Einnig lagðir fram minnispunktar HES um sama mál. Til upplýsinga.

9) Krafa um rýmingu á íbúðarhúsnæði.

Lagt fram bréf HES, dags. 16. júní sl. þar sem farið er fram á rýmingu húsnæðis vegna ástands þess.

10) Merking matvæla.

Lagt fram til upplýsinga bréf HES, dags. 10. ágúst sl. varðandi kröfur um úrbætur á merkingum matvæla hjá Glæði ehf.

11) Önnur mál.

a) Tjónaskoðun matvæla.

Lagt fram til upplýsinga bréf MAST, dags. 14. júlí sl. um tjónaskoðun á fiski frá Grími kokk auk tölvupósts HES til Frumherja og Sjóvá og svar Frumherja um sama mál. Elsa greindi frekar frá málinu.

b) Mælingar á hávaða frá flugumferð.

Lagt fram bréf HES, dags. 29. júní sl. til Flugklúbbs Selfoss með upplýsingum um mælingar sem gerðar voru vegna flugumferðar en mælingar voru undir viðmiðunarmörkum fyrir hávaða frá flugumferð. Elsa greindi frekar frá málinu.

c) Fækkun sýna á neysluvatni.

Lagt fram bréf HES, dags. 2. júlí sl. til MAST vegna beiðni um fækkun sýna á neysluvatni vegna heildarúttekt. Til upplýsinga.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.10

Jón Ó. Vilhjálmsson
Viktor Pálsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Gunnar Þorkelsson
Guðmundur Geir Gunnarsson
Ragnhildur Hjartardóttir
Elsa Ingjaldsdóttir