100. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

100. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn þriðjudaginn
19. júní 2007, kl. 16.00 að Austurvegi 56, Selfossi

Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Gunnar Þorkelsson, Pétur Skarphéðinsson, Ragnhildur Hjartardóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Guðmundur Geir Gunnarsson, Viktor Pálsson og Elsa Ingjaldsdóttir.

1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu

a) Starfsleyfi

Nr.

Nafn

Póstfang

Starfsleyfi

1

Skeiða- og Gnúpverjahreppur v/ Íþróttahús og félagsheimili Árnesi

801 Selfoss

Endurnýjun

2

Skeiða- og Gnúpverjahreppur v/ Tjaldsvæðið Brautarholti

801 Selfoss

Endurnýjun

3

Skeiða- og Gnúpverjahreppur v/ Þjórsárverskóla Árnesi

801 Selfoss

Endurnýjun

4

Skeiða- og Gnúpverjahreppur v/ Þjórsárverskóla Brautarholti

801 Selfoss

Endurnýjað til 1. ágúst 2007

5

Skeiða- og Gnúpverjahreppur v/ Neslaug

801 Selfoss

Endurnýjun

6

Skeiða- og Gnúpverjahreppur v/ Skeiðalaug

801 Selfoss

Endurnýjun

7

Veiðihús ehf v/ Eystri Rangá

861 Hvolsvöllur

Eigendaskipti

8

Hofland – Setrið ehf.

810 Hveragerði

Eigendaskipti

9

Nuddstofa Anne

800 Selfoss

Ný starfsemi

10

Sumarbúðirnar Ævintýraland – tímabundin starfsemi

850 Hella

Ný starfsemi

11

Trog ehf. – Ferðamannamiðst. Flúðum

845 Flúðum

Eigendaskipti

12

Vínbúð Á.T.V.R. v/ Hellu

850 Hella

Ný starfsemi

13

Ferðaklúbburinn 4×4 v/ Setursins

108 Reykjavík

Ný starfsemi

14

Meindýravarnir Suðurlands

800 Reykjavík

Endurnýjun

15

Embla ferðaþjónusta ehf.

851 Hella

Br. Á húsnæði

16

Golfklúbbur Þorlákshafnar

815 Þorlákshöfn

Endurnýjun

17

Ferðaþjónustan Gullfossi ehf.

801 Selfoss

Endurnýjun

18

Hótel Þórshamar

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

19

Gistiheimilið Hótel Mamma

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

20

Gistiheimilið Hamar

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

21

Gistiheimilið Sunnuhóll

900 Vestmannaeyjar

Endurnýjun

22

Gonnan ehf (Allt í hund og kött)

800 Selfoss

Eigendaskipti

23

Hafnarmáninn ehf.

815 Þorlákshöfn

Endurnýjun

24

Garðyrkjustöðin Reykjabakka

845 Flúðum

Ný starfsemi

25

Hrauneyjar Skógar/Fossbúð

861 Hvolsvöllur

Br. Á starfsemi

26

Kökuval ehf.

850 Hella

Endurnýjun

27

Borgar ehf. v/Hrífunes

880 Kirkjubæjarkl.

Eigendaskipti

28

Fiskey

815 Þorlákshöfn

Br. Á starfsemi

29

Óskar Kristinsson v/meindýraeyðingar

851 Hella

Ný starfsemi

Allar starfsleyfisumsóknir samþykktar nema nr. 9 sem samþykkt er með fyrirvara um jákvæða afgreiðslu byggingarfulltrúa og starfsleyfisumsóknir nr. 12, 13 og 29 samþykktar með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa.

2) Gangur eftirlits.

a) Reglubundið eftirlit og málaskrá.

i) Reglubundið eftirlit.

Lagður fram listi yfir reglubundið eftirlit með fyrirtækjum frá síðasta fundi. Elsa gerði grein fyrir eftirlitinu.

ii) Málaskrá.

Málaskrá HES lögð fram til upplýsinga.

b) Rekstraryfirlit.

Lagður fram rekstrarreikningur HES frá áramótum. Rekstur á áætlun.

3) Samþykkt um hundahald í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Samþykkt án athugasemda.

4) Gjaldskrá fyrir hundahald í Bláskógabyggð.

Samþykkt án athugasemda.

5) Flugvöllur Selfoss.

Lagt fram bréf Hildar Hákonardóttur, dags. í maílok 2007, afrit dags. 30. maí sl. og afrit af kæru Þórs Vigfússonar til Sýslumanns, dags. 28. maí sl. Ennfremur lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 5. júní sl. sent 3 flugskólum og Flugstoðum.

Elsa Ingjaldsdóttir gerði frekari grein fyrir málinu.

Málið lagt fram til upplýsinga.

6) Stjórnsýslukæra vegna hávaðamengunar frá skemmtistaðnum Prófastinum.

Lagt fram bréf frá Úrskurðarnefnd um hollustuhætti og mengunarvarnir dags.

7. maí sl. ásamt fylgiskjölum, en Þorkel Húnbogason hefur kært Heilbrigðisnefnd Suðurlands vegna hávaðamengunar frá skemmtistaðnum Prófastinum, Vestmannaeyjum. Lögð fram greinargerð HES vegna málsins.

Til upplýsinga.

7) Skipulagsmál – Til kynningar, eftirfarandi tillögur hafa verið afgreiddar með athugasemdum af hálfu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

a) Klausturhólar, deiliskipulag sumarhúsabyggð – Allt að 130 lóðir, athugasemdir gerðar vegna vatnsveitu, fráveitu og sérstakrar verndar.

b) Björk – deiliskipulag sumarhúsabyggð – 57 lóðir, athugasemdir gerðar vegna fráveitumála og vatnsveitu.

c) Skálabrekka – deiliskipulagstillaga dags. í maí 2007, breyting á vatnsbóli og vatnsvernd. Búið að færa vatnstökusvæði og því samþykkt með fyrirvara um að vatnið uppfylli gæði neysluvatnsreglugerðar.

8) Annað.

a) Námur – Lagt fram til upplýsinga bréf HES til námueigenda varðandi starfsleyfi.

Elsa upplýsti frekar um málið, en fram kom að flestir aðilar hafa svarað og sótt um lengri frest.

b) Verklagssamkomulag milli VER, UST og HES.

Lagt fram til upplýsinga drög að verklagsreglum, skoðunarlista og samkomulagi Umhverfisstofnunar og Vinnueftirlits ríkisins, dags. 18. maí 2007 ásamt tölvupóstssamskipum HES við Samband íslenskra sveitarfélaga vegna málsins.

Eftirfarandi bókað:

“Samningsdrögin fela í sér einföldun á eftirliti sem nefndin telur vera kost, en það er álit Heilbrigðisnefndar Suðurlands að Umhverfisstofnun sé ekki samningsaðili við VER vegna tilflutnings og aukinna verkefna starfsmanna HES. Ennfremur efast nefndin að til sé lagstoð fyrir slíku framsali.”

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.50

Jón Ó. Vilhjálmsson
Ragnhildur Hjartardóttir
Gunnar Þorkelsson
Pétur Skarpéðinsson
Guðmundur G. Gunnarsson
Viktor Pálsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Elsa Ingjaldsdóttir