Spjaldtölvur við eftirlit
Heilbrigðiseftirlitið hefur, í samvinnu við One Systems, fengið tölvu- og skráningarkerfi í spjaldtölvur. Það gerir okkur fært að skrá allt eftirlit , ganga frá og skilja eftir skýrslunar á staðnum, rafrænt undirritaðar.
Það gerir okkur einnig kleift að skoða öll gögn viðkomandi fyrirtækis og þannig auðveldað okkur yfirsýn og spara pappír. Nú þurfum við heldur ekki að setja inn niðurstöður eftirlits sérstaklega enda allt komið inn í kerfið þegar eftirlitinu er lokið.
Auk þess eru viðmiðunareglur, eftirlitshandbækur, reglugerðir ofl. ætíð við hendina í spjaldtölvunni.
Á meðfylgjandi myndum má sjá tvo heilbrigðisfulltrúa vinna við spjaldtölvuna í eftirliti.