86. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, 24. maí 2006
86. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn miðvikudaginn 24. maí 2006 kl. 13.00 að Skógum.
Mætt: Jón Ó. Vilhjálmsson, Gunnar Þorkelsson, Bergur E. Ágústsson, Elín Björg Jónsdóttir, Margrét Einarsdóttir og Elsa Ingjaldsdóttir.
1) Starfsleyfi til kynningar og afgreiðslu
a) Starfsleyfi
|
|||
Nr.
|
Nafn
|
Póstfang
|
Starfsleyfi
|
1
|
Ferðaf.Útivist v/Skælinga
|
105 Reykjavík
|
Ný starfsemi
|
2
|
Ferðaf.Útivist v/Sveinstind
|
105 Reykjavík
|
Ný starfsemi
|
3
|
Ferðaf.Útivist v/Álftavatnskróka
|
105 Reykjavík
|
Ný starfsemi
|
4
|
Ferðaf.Útivist v/Strút
|
105 Reykjavík
|
Ný starfsemi
|
5
|
Ferðaf.Útivist v/Fimmvörðuháls
|
105 Reykjavík
|
Ný starfsemi
|
6
|
Bílverk ehf
|
900 Vestmannaeyjar
|
Endurnýjun
|
7
|
Hartmann Ásgrímsson, tannlæknir
|
900 Vestmannaeyjar
|
Endurnýjun
|
8
|
Heimir Hallgrímsson, tannlæknir
|
900 Vestmannaeyjar
|
Endurnýjun
|
9
|
Kartöfluverksmiðjan Þykkvabæ hf
|
851 Hella
|
Endurnýjun
|
10
|
Bílaverkstæðið Rauðalæk
|
851 Hella
|
Endurnýjun
|
11
|
Fótaaðg.stofa Sigrúnar Bogad.
|
800 Selfoss
|
Endurnýjun
|
12
|
Hárgreiðslustofa Önnu ehf.
|
800 Selfoss
|
Endurnýjun
|
13
|
Járnkarlinn
|
815 Þorlákshöfn
|
Endurnýjun
|
14
|
Krappi hf. Byggingaverktakar
|
860 Hvolsvöllur
|
Endurnýjun
|
15
|
Rakarastofa Björns og Kjartans
|
800 Selfoss
|
Endurnýjun
|
16
|
Plastmótun ehf.
|
801 Selfoss
|
Endurnýjun
|
17
|
Eden ehf
|
810 Hveragerði
|
Eigendaskipti
|
18
|
Hársnyrtistofa Leifs
|
800 Selfoss
|
Endurnýjun
|
19
|
Jeppasmiðjan hf.
|
801 Selfoss
|
Endurnýjun
|
20
|
Hótel Lundi – Víkurdrangar ehf
|
870 Vík
|
Endurnýjun
|
21
|
Ferðaþjónustan Hunkubökkum ehf
|
880 Kirkjubæjarkl.
|
Endurnýjun
|
22
|
Ísmynd – Snar ehf
|
810 Hveragerði
|
Eigendaskipti
|
23
|
Veitingahúsið Lindin
|
840 Laugarvatn
|
Br. Á húsnæði
|
24
|
Gesthús Selfossi ehf.
|
800 Selfoss
|
Eigendaskipti
|
25
|
Kanslarinn – Gilsá ehf.
|
850 Hella
|
Br. Á húsnæði
|
26
|
Lundur, hjúkrunar- og dvalarheimili
|
850 Hella
|
Endurnýjun
|
27
|
Suðurlandsvídeó ehf.
|
800 Selfoss
|
Endurnýjun
|
28
|
Ysti-klettur ehf.
|
900 Vestmannaeyjar
|
Ný starfsemi
|
29
|
Dvalarheimili aldraðra Blesastöðum
|
801 Selfoss
|
Endurnýjun
|
30
|
Fangelsið Litla-Hrauni
|
820 Eyrarbakka
|
Endurnýjun
|
31
|
Förgun ehf.
|
801 Selfoss
|
Br. Á starfsemi
|
32
|
Geirland ehf.
|
880 Kirkjubæjarkl.
|
Br. Á húsnæði
|
33
|
Rangárþ.eystra v/Vatnsv. Skógum
|
860 Hvolsvöllur
|
Ný starfsemi
|
34
|
Hárgreiðslustofa Jónu
|
880 Kirkjubæjarkl.
|
Endurnýjun
|
35
|
Hrauneyjar ehf.
|
851 Hella
|
Endurnýjun
|
36
|
Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni
|
801 Selfoss
|
Endurnýjun
|
37
|
Fiskverkunin Freyr ehf.
|
900 Vestmannaeyjar
|
Ný starfsemi
|
38
|
Skátafélagið Faxi
|
900 Vestmannaeyjar
|
Br. Á starfsemi
|
Starfsleyfi nr. 1-5, 23, 25 og 32 samþykkt með fyrirvara um jákvæða úttekt heilbrigðisfulltrúa. Önnur starfsleyfi samþykkt án athugasemda.
i) Höllin, Vestmannaeyjum.
Lögð fram til upplýsinga umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 8. maí sl. til Sýslumannsinns í Vestmannaeyjum varðandi veitinga- og skemtanaleyfi fyrir Höllina. Lagt fram óundirritað bréf , dags. 27. apríl frá Inga Sigurðssyni og Ólafi Elíassyni, móttekið í tölvupósti 28. apríl sl. ásamt viðhengjum, þe. bréf frá Teiknistofu PZ, dags. 19. apríl sl. og minnisatriði, dags 24. apríl sl.
Í bréfinu er m.a. upplýst um fundi með íbúum og vinnu Teiknistofu PZ í málinu. Einnig er farið fram á framlengingu á útrunnu starfsleyfi fram í miðjan júní næstkomandi.
Einnig lagt fram bréf frá Friðbirni Valtýssyni, dags. 23. apríl sl., um málefni Hallarinnar.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands ítrekar kröfur um raunhæfa og tímasetta áætlun um varanlegar úrbætur sem Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir sbr. kröfur settar fram í bréfi Umhverfisráðuneytis til forsvarsmanna Hallarinnar, dags. 14. mars sl. og ítrekuð í bréfi ráðuneytisins dags. þann 4. apríl sl. Heilbrigðisnefnd Suðurlands mun taka afstöðu til málsins þegar umbeðin gögn liggja fyrir en bendir jafnframt á að hægt er að sækja um tímabundið leyfi til skemmtannahalds hjá Sýslumanni í Vestmannaeyjum varðandi einstaka skemmtanir.
Framlögð gögn nú innihalda hvorki tímasetta áætlun né aðrar upplýsingar sem hefur verið farið fram á og getur því Heilbrigðisnefnd Suðurlands ekki fallist á að framlengja útrunnið starfsleyfi fyrr en þau liggja fyrir.
Heilbrigðisnefnd Suðurlands felur framkvæmdastjóra að fá svör við fyrri bókun nefnarinnar til Umhverfisráðuneytis varðandi undanþágu á hávaðatakmörkunum í Höllinni, Vestmannaeyjum.
ii) Ásmundarstaðir, Ásahreppi – breyting á starflsleyfi
Lagt fram bréf Kristínar Hreinsdóttur og Grétars Guðmundssonar, dags. 20. maí sl., varðandi ítrekaðar athugasemdir við starfsleyfi Reykjagarðs, Ásmundarstöðum. Einnig lögð fram greinargerð, dags. 22. maí sl., vegna bókunar sveitastjórnar Ásahrepps varðandi endurnýjun starfsleyfis Reykjagarðs ásamt bókuninni.
Áður lögð fram drög að starfsleyfisskilyrðum fyrir alifuglabú auk starfsleyfisumsóknar Reykjagarðs.
Með vísun í reglugerð nr. 804/1999 um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda, 7. grein er farið fram á að fyrirtækið skili inn þeim upplýsingum sem þar eru tiltekin. Áður en starfsleyfi fyrir Reykjagarð, og sambærilega starfsemi, er gefið út þarf umsækjandi að tryggja farveg til förgunar á búfjárskarni. Farið er fram á að fyrirtækið skili inn staðfestingu á förgun og geymslu hænsnaskíts frá fyrirtækinu ásamt staðfestingu Landgræðslunnar á fyrirhugaðri mótttöku, geymslu og frekari vinnslu hænsnaskítsins. Ennfremur fer Heilbrigðisnefnd Suðurlands fram á að ítrekuð verði beiðni embættisins um umsögn héraðsdýralæknis á flutningi og notkun á ómeðhöndluðum hænsnaskít frá alifuglabúum á Suðurlandi.
Framkvæmdastjóra falið að svara erindum varðandi málið og leggja fram frekari gögn fyrir næsta fund nefndarinnar.
Afgreiðslu starfsleyfis Reykjagarðs er því frestað til næsta fundar. Starfsleyfisumsóknum Jóns Ögmundssonar, Hjallakróki og Matfugls er frestað á sama grunni.
iii) Lýsi, Þorlákshöfn.
Lagt frambréf frá Lýsi h.f., dags. 17. maí sl., um úrbætur og beiðni um framlengingu á starfsleyfi sem rennur út 18. júní nk. Í bréfinu koma fram tímasettar úrbætur vegna lyktarvandamála og eru úrbætur vel á veg komnar. Einnig lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 10. maí sl. um sama mál.
Eftirfarandi bókað:
Samkvæmt bókun nefndarinnar þann 11. janúar 2006 skal byggja ákvarðanir um áframhaldandi starfsleyfi á grundvelli þess árangurs og úrbóta sem náðst hefur á þeim tíma sem tímabundið starfsleyfi hefur verið í gildi. Áður en endaleg ákvörðun er tekinn um starfsleyfi felur HES framkvæmdastjóra að leita eftir umsögn bæjarstjórnar Ölfus á þeim árangri sem náðst hefur. Jafnframt leggur HES áherslu á að umsögn Ölfus liggi fyrir eigi síðar en 9. júní n.k. þar sem starfsleyfi fyrirtækisins rennur út 11. júní n.k.
b) Tóbakssöluleyfi
Nr.
|
Nafn
|
Póstfang
|
|
1 |
Eden |
810 Hveragerði |
Eigendaskipti |
2 |
Snar ehf. – Ís mynd |
810 Hveragerði |
Eigendaskipti |
Lögð fram til upplýsinga.
c) Starfsleyfisskilyrði vegna pökkunar garðávaxta
Lögð fram starfsleyfisskilyrði Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vegna pökkunar garðávaxta. Heilbrigðisnefnd Suðurlands samþykkir starfsleyfisskilyrðin.
2) Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bs.
Lagðar fram samþykktir Heilbrigðiseftirlit Suðurlands frá aðildarsveitarfélögunum, samþykktar á aukaaðlafundi SASS 26. apríl 2006, á nýju rekstrarformi HES en það er nú rekið sem byggðasamlag.
3) Skipulagsmál
a) Tjarnabyggð, Árborg
Lögð fram til upplýsinga umsögn HES, dags. 15. maí sl., varðandi deiliskipulag búgarðabyggðar í landi Kaldaðarness í sveitarfélaginu Árborg.
b) Úlfljótsvatn, Grímsnes- og Grafningshreppi
Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 19. maí sl. ásamt skýrslu verkfræðistofunnar Vatnaskila dags. 15. maí sl., varðandi rannsóknir á dreifingu mengunar vegna frístundabyggðar við Úlfljótsvatn. Mál áður á dagskrá á fundi nefndarinnar þann 25. apríl sl.
Þar sem um er að ræða breytingar á aðalskipulagi fer Heilbrigðisnefnd Suðurlands fram á að formleg beiðni um umsögn vegna breytinganna berist frá sveitarfélaginu sbr. ákvæði í skipulagsreglugerð. Nefndin getur ekki veitt Línuhönnun umsögn vegna skipulagsmála en tekur þó fram að fullnægjandi gögn hafa borist til að byggja umsögn á. Því beinir nefndin þeim tilmælum til framkvæmdaraðila að beina tillögum sínum um aðalskipulagsbreytingar til sveitarfélagsins. Umsögn verður gefinn sveitarfélaginu um leið og það óskar eftir.
4) Gangur eftirlits
a) Rekstraryfirlit
Elsa Ingjaldsdóttir gerði grein fyrir rekstarstöðu HES. Rekstartekjur ársins eru að mestu leyti innheimtar og rekstrarleg staða góð.
b) Reglubundið eftirlit
Elsa Ingjaldsdóttir upplýsti nefndarmenn um gang reglubundins eftirlits og lagði fram yfirlit yfir eftirlitsferðir.
5) Annað
a) Vorfundur HES, UST og UMHVR
Elsa Ingjaldsdóttir gerði stuttlega grein fyrir nýafstöðnum vorfundi framkvæmdastjóra Hes, forstöðumanna UST og aðilum frá Umhverfisráðuneyti.
b) Framkvæmdaleyfi Þórustaðanámu
Lagt fram til upplýsinga álit Skipulagsstofnunar og afgreiðsla sveitarfélagsins Ölfus vegna efnistöku í Ingólfsfjalli.
c) Starfsmannamál – Jóni Vilhjálmssyni og Elínu Björgu Jónsdóttur falið að leggja fram tillögur að endurnýjun á kjara- og ráðningasamningi framkvæmdastjóra fyrir næsta fund nefndarinnar.
d) Heimasíða HES – Heilbrigðisnefnd Suðurlands leggur til að heimasíðan verði uppfærð og sett inn í hana leiðbeiningar um ýmsa þætti er lúta að umsóknar- og umsagnarferli fyrir umsækjendur varðandi heilbrigðiseftirlit.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.45
__________________ __________________ __________________
Jón Ó. Vilhjálmsson Margrét Einarsdóttir Elín Björg Jónsdóttir
__________________ __________________ ___________________
Bergur E. Ágústsson Pétur Skarphéðinsson Gunnar Þorkelsson
___________________
Elsa Ingjaldsdóttir