Hópsýking á hálendi Suðurlands – lokaskýrsla

Í byrjun ágúst 2024 bárust tilkynningar til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands vegna iðrasýkinga hjá einstaklingum sem gist höfðu á Rjúpnavöllum. Strax var farið í eftirlitsferð á staðinn þar sem litið var eftir umgengni og hollustuháttum og vatnssýni tekin. Fljótlega varð ljóst að sýkingin var umfangsmeiri en fyrst var talið þar sem áfram...

Starfsleyfi útgefið – Reykjabúið ehf. vegna alifuglaræktunar að Heiðarbæ 2 í Bláskógabyggð

Starfsleyfi hefur verið gefið út hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit: Reykjabúið ehf., kt. 581187-2549, Suðurreykjum 1, 271 Mosfellsbær, vegna alifuglaræktunar með stæði fyrir allt að 11.000 kjúklinga eða 3.300 kalkúna að...