Miðvikudaginn 7. ágúst síðastliðinn barst tilkynning til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um að einstaklingar sem höfðu gist á Rangárvöllum í lok júlí hefðu veikst af iðrasýkingu. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fór samdægurs í eftirlitsheimsókn og tók vatnssýni til rannsókna. Fyrstu niðurstöður lágu fyrir föstudaginn 9. ágúst og bentu til E. coli mengunar í vatni....