Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd geta sýnatökur Heilbrigðiseftirlitsins krafist mismunandi búnaðar við mismunandi aðstæður. Hér er Birgir Þórðarson nýkominn ,,af sjó" þar sem aflinn var nokkur rannsóknarglös af sjósýnum. Síðan þarf að skoða hvort veiðst hafi gerlar af einhverju tagi.