Flugeldasýningar - Skráningarskyld starfsemi

Þann 15. nóvember sl. tók gildi reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og frá og með þeim tíma flokkast flugeldasýningar sem skráningarskyldur atvinnurekstur. Sækja skal um skráningu starfseminnar á island.is, sjá hér: Skráningarskyld starfsemi | Ísland.is (island.is) . Gæta þarf þess að öll umbeðin fylgigögn fylgi umsókn um skráningu, þ.m.t. upplýsingar um ábyrgðarmann flugeldasýningar, upplýsingar um skotstjóra sýningarinnar ef hann er annar en ábyrgðarmaður, listi yfir tegundir og magn skotelda og nákvæm staðsetning sýningarinnar (t.d. merkt inn á loftmynd/kort) ásamt staðfestingu á að hún fari fram á stað sem er hvorki á eða í nágrenni við friðlýst svæði né er skilgreindur sem vatnsverndarsvæði.

Það eru ekki bara flugeldasýningar sem eru nú skráningarskyld starfsemi sem þarf ekki lengur að auglýsa í fjórar vikur, heldur ýmis önnur starfsemi sem kemur fram á lista í meðfylgjandi slóð þar sem skilyrðin koma einnig fram sjá hér

Sjá einnig frétt frá Umhverfisstofnun sjá slóð hér